Ferill 575. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 967  —  575. mál.




Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um tillögur að breyttu greiðslufyrirkomulagi á dvalar- og hjúkrunarheimilum.

Frá Unni Brá Konráðsdóttur.


    Hefur starfshópur sem þáverandi félags- og húsnæðismálaráðherra skipaði til að gera tillögur að breyttu greiðslufyrirkomulagi á dvalar- og hjúkrunarheimilum, sbr. svar á þskj. 1249 á 145. löggjafarþingi (601. mál), skilað tillögum og ef svo er, hverjar eru þær? Hvenær er áætlað að breyttu greiðslufyrirkomulagi verði komið á? Ef starfshópurinn hefur ekki skilað tillögum sínum, hvenær áætlar ráðherra að það verði?


Skriflegt svar óskast.