Ferill 477. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 972  —  477. mál.




Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Snæbirni Brynjarssyni um refsibrot sem varða framleiðslu áfengis til einkaneyslu.


     1.      Hversu margir einstaklingar hafa hlotið refsingu fyrir framleiðslu áfengis til einkaneyslu, sem er refsivert skv. a-lið 2. mgr. 4. gr. áfengislaga, nr. 75/1998, frá gildistöku laganna 1. júlí 1998? Svar óskast sundurliðað eftir árum.
    Samkvæmt a-lið 2. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1998 varðar framleiðsla áfengis til einkaneyslu eða sölu sektum eða fangelsi allt að sex árum, sbr. 1. mgr. 27. gr. sömu laga. Þá segir í 3. mgr. 27. gr. laga nr. 75/1998 að margítrekuð eða stórfelld brot að öðru leyti varði fangelsi. Samkvæmt upplýsingum frá embætti ríkissaksóknara liggur ekki fyrir nákvæmur fjöldi einstaklinga sem hafa hlotið refsingu vegna brots gegn a-lið 2. mgr. 4. gr. laga nr. 75/1998.
    Jafnframt getur framleiðsla áfengis til einkaneyslu varðað sektum líkt og áður segir. Ráðuneytið óskaði einnig upplýsinga frá embætti ríkislögreglustjóra og í töflunni má sjá fjölda einstaklinga sem sættu ákærumeðferð og greiddu sekt vegna ólöglegs tilbúnings áfengis á tímabilinu 2005–2018, sundurliðað eftir árum. Málaskrá lögreglu var tekin í notkun árið 2005 og eru upplýsingarnar því eingöngu fyrirliggjandi fyrir það tímabil.

Ár 2005 2006 2007 2008 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018
Ákærumeðferð 1 2 4 8 4 6 6 9 7 6 5 2 2 1
Sekt greidd 3 5 0 0 0 9 5 8 2 0 1 2 2 0

     2.      Telur ráðherra tímabært að endurskoða eða afnema framangreint ákvæði áfengislaga?
    Ráðherra telur tímabært að endurskoða áfengislög, nr. 75/1998, í heild með það að markmiði að auka frelsi manna til þess að flytja inn, framleiða, selja og veita áfengi og um leið taka mið af breyttum viðskiptaháttum í smásölu