Ferill 603. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1004  —  603. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um ábyrgð á vernd barna gegn einelti.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


    Hvaða aðilar sem heyra undir ráðherra bera ábyrgð á því að börn verði ekki fyrir einelti í ljósi þess að ráðherra fer með málefni sifjaréttar, þar á meðal málefni barna, sbr. 19. tölul. 3. gr. forsetaúrskurðar nr. 119/2018? Óskað er eftir því að tilgreindir verði allir aðilar sem bera ábyrgð á því að koma í veg fyrir einelti og vernda þolendur þess, hvernig ábyrgð þeirra skiptist og samkvæmt hvaða lögum og reglum sú ábyrgð hvílir á þeim.


Skriflegt svar óskast.