Ferill 612. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1013  —  612. mál.




Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um áhrif hvalveiða á ferðaþjónustu.

Frá Guðmundi Andra Thorssyni.


     1.      Telur ráðherra ákvörðun sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um að heimila áframhaldandi hvalveiðar rétta í ljósi stöðu ferðaþjónustunnar og þess að hvalir eru aðdráttarafl fyrir ferðamenn sem tugþúsundum saman fara í hvalaskoðun víðs vegar um landið?
     2.      Telur ráðherra þessa ákvörðun geta haft áhrif á ímynd Íslands út á við, þar á meðal ímynd íslenskrar ferðaþjónustu og íslenskra afurða?