Ferill 619. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1024  —  619. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um stækkun Þorlákshafnar.

Frá Unni Brá Konráðsdóttur.


     1.      Hver er staða undirbúnings að frekari stækkun Þorlákshafnar í ljósi þess að höfnin getur orðið ein helsta inn- og útflutningshöfn Íslands, m.a. með hliðsjón af nálægð við stærstu markaðssvæði landsins og alþjóðaflugvöll, og ekki síst þar sem með siglingum um Þorlákshöfn styttist siglingaleiðin til annarra Evrópulanda verulega sem dregur úr kostnaði og losun gróðurhúsalofttegunda?
     2.      Hefur siglingasvið Vegagerðarinnar lokið við skýrslu sem það tók að sér að vinna fyrir Sveitarfélagið Ölfus þar sem setja átti fram frumhugmyndir um hvernig hægt væri að taka við allt að 230 m löngum og 30 metra breiðum skipum í Þorlákshöfn?


Skriflegt svar óskast.