Ferill 631. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1036  —  631. mál.
Fyrirspurn


til utanríkisráðherra um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


     1.      Hvaða dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum er ráðuneytið og stofnanir og aðrir aðilar sem heyra undir það í áskrift að?
     2.      Hversu margar áskriftir eru að hverjum miðli?
     3.      Hver er heildarfjárhæð áskriftar á ári fyrir hvern miðil?


Skriflegt svar óskast.