Ferill 640. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1046  —  640. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sláturafurðir.

Frá Birgi Þórarinssyni.


     1.      Hvað fellur árlega til mikið magn af sláturafurðum hér á landi og hve stóran hluta þess mætti nýta?
     2.      Hve stór hluti þess magns er vottaður af sláturleyfishöfum þannig að flokkun hráefna sé í samræmi við reglugerðir, hve stóran hluta væri hægt að votta og hvað kemur í veg fyrir að votta megi allar sláturafurðir?
     3.      Hve stór hluti sláturafurða er urðaður eða hent og hver er skýringin á því að ekki er meira nýtt?
     4.      Hvað stendur í vegi fyrir útflutningi á sláturafurðum?
     5.      Hvað stendur í vegi fyrir útflutningi á afurðum sem falla til vegna orkugerðar og annarrar vinnslu á sláturafurðum í víðum skilningi þess orðs?


Skriflegt svar óskast.