Ferill 663. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1078  —  663. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um hrygningarfriðun þorsks.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hver var áætluð stærð hrygningarstofns íslenska þorsksins í tonnum talið á árunum 1992 til 2019?
     2.      Hvernig var áætluð stærðarsamsetning hrygningarstofns þorsksins á hverju ári á árunum 1992 til 2019? Óskað er eftir tölum um áætlaðan heildarfjölda einstaklinga á hverju ári, fjölda í árgöngum eftir ári, meðalþyngdir í árgöngum eftir ári og meðallengdir í árgöngum eftir ári.
     3.      Hvernig hefur svæðalokunum í „hrygningarstoppi“ verið háttað á árabilinu? Hvaða svæði nær það yfir? Í hvaða dagabil gildir það á ákveðnum svæðum? Um hvaða veiðarfæri hefur það gilt? Hefur fyrirkomulagi „hrygningarstopps“ verið breytt á árabilinu 1992 til 2019 og þá hvenær og hvernig?
     4.      Hefur verið rannsakað hvort sá tími sem „hrygningarstoppið“ nær yfir sé hápunktur hrygningar þorsksins á þeim svæðum sem um ræðir?
     5.      Hefur það verið staðfest með rannsóknum að árangur í nýliðun þorsks sé af samfelldu „hrygningarstoppi“ frá árinu 1992? Þá hvaða rannsóknum?
     6.      Hvaða líffræðilegu og fiskifræðilegu rök liggja að baki því að banna veiðar með línu og handfærum á tilteknum svæðum í „hrygningarstoppi“?
     7.      Hvaða þjóðir aðrar beita „hrygningarstoppi“ til að stöðva veiðar með línu og handfærum á hrygningartíma þorsks eða annarra nytjastofna í því markmiði að vernda hrygningu?


Skriflegt svar óskast.