Ferill 666. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1081  —  666. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um samgöngugreiðslur.

Frá Andrési Inga Jónssyni.


     1.      Hversu margir starfsmenn fengu samgöngugreiðslur á árunum 2013–2018 samkvæmt reglum ríkisskattstjóra um skattmat vegna tekna fyrir viðeigandi ár? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir ári, aldurshópum, kyni, tekjubili og sveitarfélögum.
     2.      Hversu margir atvinnurekendur inntu af hendi samgöngugreiðslur sömu ár samkvæmt fyrrgreindum reglum? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum eftir sveitarfélögum, stærð vinnustaða og rekstrarformi þeirra, þ.e. hvort vinnustaðurinn er á vegum hins opinbera eða einkaaðila.


Skriflegt svar óskast.