Ferill 669. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1085  —  669. mál.
Fyrirspurn


til félags- og barnamálaráðherra um keðjuábyrgð.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir breytingum á lögum með það að markmiði að styrkja enn frekar keðjuábyrgð fyrirtækja og að ábyrgðin nái til allra fyrirtækja sem hafa erlenda starfsmenn í þjónustu sinni en ekki eingöngu til þeirra fyrirtækja sem starfa að mannvirkjagerð?
     2.      Telur ráðherra að keðjuábyrgð eigi að vera lagaskylda á öllum sviðum atvinnustarfsemi?
     3.      Telur ráðherra ástæðu til að herða ákvæði laga um atvinnustarfsemi í því skyni að hindra að brotið sé á einstaklingum og fyrirtækjum?