Ferill 670. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1086  —  670. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um aðgerðir gegn kennitöluflakki.

Frá Guðjóni S. Brjánssyni.


     1.      Hvenær má vænta frumvarps til laga um breytingu á lögum um hlutafélög sem miði að því að sporna við svokölluðu kennitöluflakki í atvinnurekstri?
     2.      Hyggst ráðherra setja í forgang vinnu við að styrkja umgjörð um kennitöluflakk og bæta þar með siðferði og ábyrgð stjórnenda á vinnumarkaði og ef svo er, hvernig sér ráðherra slíka umgjörð fyrir sér?
     3.      Hvaða tímamörk sér ráðherra fyrir sér varðandi lagabreytingar sem nauðsynlegar eru í þessu skyni?