Ferill 683. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1100  —  683. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um börn sem vísað hefur verið úr landi.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hve mörg börn hafa þurft að yfirgefa Ísland vegna þess að þeim eða foreldrum þeirra hefur verið vísað úr landi frá því að lög um samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins tóku gildi 13. mars 2013?
     2.      Hvernig var hver brottvísun fyrir sig rökstudd, sbr. ákvæði 1. mgr. 3. gr. samningsins um að það sem barni er fyrir bestu skuli ávallt hafa forgang þegar félagsmálastofnanir á vegum hins opinbera eða einkaaðila, dómstólar, stjórnvöld eða löggjafarstofnanir gera ráðstafanir sem varða börn?
     3.      Hvaða upplýsingar hafa stjórnvöld eða stofnanir þeirra um afdrif þessara barna til að meta hvort brottvísunin hafi verið barni fyrir bestu?


Skriflegt svar óskast.