Ferill 693. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1117  —  693. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um kostnað ráðuneytisins og undirstofnana þess
vegna kaupa og notkunar á Microsoft-hugbúnaði.


Frá Álfheiði Eymarsdóttur.


    Hversu miklum fjármunum hefur verið ráðstafað árlega undanfarin fimm ár í leyfisgjöld til Microsoft vegna nota af hugbúnaði og stýrikerfum í ráðuneytinu og undirstofnunum þess? Svar óskast sundurliðað fyrir ráðuneytið og hverja undirstofnun og jafnframt eftir leyfum vegna Windows-stýrikerfa, leyfum vegna Microsoft Office-hugbúnaðarsvítu og leyfum vegna annars hugbúnaðar frá Microsoft.


Skriflegt svar óskast.