Ferill 702. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1126  —  702. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um rannsóknir á stofnum og nýtingu miðsjávarfiska.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvaða rannsóknir hafa verið stundaðar frá 2010 á magni og útbreiðslu miðsjávarfiska (gulldeplu og laxsíldar) í lögsögu Íslands?
     2.      Hafa farið fram rannsóknir og þróunarvinna á sama tímabili á vegum stofnana hér á landi varðandi veiðar og vinnslu á þessum fisktegundum?
     3.      Hafa stjórnvöld einhver áform um að auka rannsóknir og hvetja til þróunarvinnu varðandi nýtingu á þessum fisktegundum?


Skriflegt svar óskast.