Ferill 704. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1128  —  704. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um laxa- og fiskilús.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvernig er fylgst með útbreiðslu og magni laxa- og fiskilúsar í sjókvíastöðvum og í grennd þeirra?
     2.      Finnast tölur yfir áætlað magn og útbreiðslu laxa- og fiskilúsar í sjókvíastöðvum og í grennd þeirra á árunum 2010 til 2019? Ef svo er, hvar er þá hægt að nálgast slík gögn?
     3.      Finnast tölur um árleg afföll eldisfisks í sjókvíaeldi af völdum laxa- og fiskilúsar? Ef svo er, hversu mikið af fiski drapst eða var dæmdur óhæfur til manneldis árlega frá 2010 til 2019 af þeim sökum og hve hátt hlutfall var þetta af heildarframleiðslu?
     4.      Hversu oft var Matvælastofnun tilkynnt árlega frá 2010 til 2019 af dýralækni um tilvik laxa- og fiskilúsar í samræmi við reglugerð um tilkynningar- og skráningarskyldu dýrasjúkdóma?
     5.      Hversu oft var beitt lyfjum eða eitri gegn laxalús í sjókvíaeldi hér við land á árunum 2010–2019? Óskað er upplýsinga um hvert tilvik fyrir sig; dagsetningar, staði, fyrirtæki, tegund lyfja/eiturs og magn þessa í hverju tilviki sem leyfi ná yfir.
     6.      Hefur í einhverjum tilvikum á framangreindu árabili verið beitt lyfjum eða eiturefnum gegn laxa- og fiskilús sem vitað er til að geti haft skaðleg áhrif á vistkerfi, þ.m.t. annað dýralíf, svo sem krabbadýr á borð við rækju?


Skriflegt svar óskast.