Ferill 705. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1129  —  705. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um sérhæfða sjúkraþyrlu.

Frá Ásgerði K. Gylfadóttur.


     1.      Hefur ráðherra kannað kosti þess og hagkvæmni að nýta sérhæfða sjúkraþyrlu til að veita bráðaþjónustu á vettvangi, fjarri spítölum og bráðadeildum, eins og ráðherra var hvattur til í nefndaráliti meiri hluta fjárlaganefndar um frumvarp til fjárlaga fyrir árið 2019?
     2.      Er undirbúningur hafinn að tímabundnu tilraunaverkefni á Suðurlandi varðandi þetta úrræði eins og hvatt er til í fyrrnefndu nefndaráliti? Ef svo er, hvenær er áætlað að verkefnið fari af stað?


Skriflegt svar óskast.