Ferill 436. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1137  —  436. mál.
2. umræða.Breytingartillaga


við frumvarp til laga um ökutækjatryggingar.

Frá efnahags- og viðskiptanefnd.


     1.      Orðin „hér á landi“ í 1. gr. og 1. mgr. 2. gr. falli brott.
     2.      Í stað orðanna „skv. 39. gr. umferðarlaga“ í b-lið 2. mgr. 2. gr. komi: samkvæmt umferðarlögum.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      2. málsl. 2. mgr. orðist svo: Tjón á ökutæki sem er dregið af öðru ökutæki vegna björgunarstarfa er undanskilið bótaábyrgð skv. 1. málsl. ef sannanlegt samþykki eiganda (umráðamanns) liggur fyrir.
                  b.      Í stað orðanna „sem fest er“ í 3. mgr. komi: er fest.
     4.      Við 2. mgr. 11. gr. bætist: skv. 9. gr.
     5.      Við 13. gr. bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                  Þegar Samgöngustofa fær tilkynningu skv. 1. mgr. og í ljós kemur að ökutækið hefur ekki verið afskráð og ný vátrygging er ekki til staðar skal lögreglustjóri þar sem eigandi (umráðamaður) er skráður til heimilis hlutast til um að skráningarmerki séu tafarlaust fjarlægð af ökutækinu.
     6.      Við 14. gr.
                  a.      Við 1. mgr. bætist: eða skráningarmerki voru lögð inn til Samgöngustofu, sbr. 3. mgr. 13. gr.
                  b.      Við 2. mgr. bætist: eða skráningarmerki lögð inn til Samgöngustofu, sbr. 3. mgr. 13. gr.
     7.      3. málsl. 2. mgr. 19. gr. orðist svo: Ef vátryggingafélag greiðir bætur eftir að vátrygging er fallin niður skv. 14. gr. á það endurkröfu á hendur hverjum þeim sem valdið hefur tjóninu af ásetningi eða stórkostlegu gáleysi.
     8.      Við 25. gr.
                  a.      Á eftir orðunum „setja reglugerð um“ í 1. málsl. komi: nánari framkvæmd laga þessara, þar á meðal um.
                  b.      Orðin „skv. 5. tölul. 1. mgr. 18. gr. laga um vátryggingastarfsemi“ í d- og e-lið falli brott.
                  c.      Í stað orðanna „falla undir 1. mgr.“ í e-lið komi: falla undir 1. málsl.
                  d.      Orðin „og nánari framkvæmd laga þessara“ í e-lið falli brott.