Ferill 744. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1173  —  744. mál.
Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um sjókvíaeldi.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Í hvaða fjörðum var stundað sjókvíaeldi á árunum 2010 til 2019?
     2.      Hver var heildarframleiðsla sláturfisks í tonnum árlega talið eftir tegundum í hverjum þessara fjarða á tímabilinu?
     3.      Hvert var heimilað heildarframleiðslumagn í hverjum firði samkvæmt útgefnum starfsleyfum á hverju ári tímabilsins?


Skriflegt svar óskast.