Ferill 745. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1174  —  745. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um rekstrarleyfi í fiskeldi.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hvaða starfsstöðvar voru með gild rekstrarleyfi í fiskeldi 15. mars 2019? Óskað er upplýsinga um heiti eldisfyrirtækja, staðsetningu eldis (sveitarfélag), eldisaðferðir og tegundir eldisdýra í hverju tilviki samkvæmt umsókn um rekstrarleyfi.
     2.      Hve mikil framleiðsla er að hámarki leyfð árlega í hverju tilviki?
     3.      Hver var heildarframleiðsla eldisafurða á hverju leyfi 2017 og 2018?
     4.      Á hvaða stöðum er eldi fyrirhugað samkvæmt umsóknum sem lágu fyrir í ferli hjá Skipulagsstofnun og Matvælastofnun 15. mars 2019?
     5.      Hvers konar eldi, flokkað eftir eldisaðferðum, eldistegundum og eldisafurðum, er fyrirhugað á þessum stöðum samkvæmt umsóknunum?
     6.      Hvað er sótt um mikla framleiðslu eldisafurða í hverri umsókn?


Skriflegt svar óskast.