Ferill 620. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1179  —  620. mál.




Svar


forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum er Alþingi í áskrift að?
     2.      Hversu margar áskriftir eru að hverjum miðli?
     3.      Hver er heildarfjárhæð áskriftar á ári fyrir hvern miðil?


    Svar við fyrirspurninni er tekið saman í eina töflu og miðast kostnaðartölur við árið 2018. Þegar vísað er til þess að allir hafi aðgang að miðli er átt við alla þingmenn og starfsmenn Alþingis.

Miðill Fjöldi áskrifta Heildarfjárhæð á ári Athugasemdir
Dagblöð:
DV 11 394.680 11 blöð, rafrænn aðgangur fyrir alla
Morgunblaðið 13 1.171.560 13 blöð, rafrænn aðgangur fyrir alla
Viðskiptablaðið og Frjáls verslun 3 179.820 3 blöð, rafrænn aðgangur fyrir alla
Stundin 1 24.180 Rafrænn aðgangur fyrir alla
Fréttablaðið 1 70.800 15 blöð, rafrænn aðgangur fyrir alla
The Economist 11 182.708 1 prenteintak, 10 rafrænar áskriftir
Juristen 1 14.316 1 prentað eintak
Weekendavisen 1 73.788 1 prentað eintak
Bændablaðið 1 10.500 8 blöð, rafrænn aðgangur fyrir alla
Tímarit:
Gestgjafinn 1 22.032 1 prentað eintak (mötuneyti)
Læknablaðið 1 14.900 10 blöð, rafrænn aðgangur fyrir alla
Vísbending 1 75.008 1 prentað eintak
Tímarit lögfræðinga 1 15.874 1 prenteintak auk rafræns aðgangs
Úlfljótur 1 5.500 1 prentað eintak.
Skógræktarfélag Íslands 1 3.100 1 prentað eintak.
Ægir 2 25.600 2 prentuð eintök
Aðrir miðlar:
Gagnasafn mbl.is 1 508.032 Rafrænn aðgangur fyrir alla
Landsaðgangur tímarita 1 462.271 Rafrænn aðgangur fyrir alla
Landsaðgangur gagnasafna 1 242.222 Rafrænn aðgangur fyrir alla
Heimildasafn Fons Juris 1 1.201.524 Aðgangur fyrir lagaskrifstofu, nefndasvið og upplýsingaþjónustu
Útvarp og sjónvarp:
Fjölvarp Veröld 4 335.520 Sjónvörp á skrifstofum þingmanna
Skemmtipakkinn 1 119.880 Sjónvörp á skrifstofum þingmanna
Sjónvarp Símans 1 41.400 Sjónvörp á skrifstofum þingmanna
Vodafone Sjónvarp 4 85.920 Sjónvörp á skrifstofum þingmanna
Vodafone – erlendar stöðvar 1 17.880 Sjónvörp á skrifstofum þingmanna