Ferill 231. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1186  —  231. mál.
Leiðréttur texti.

2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um skóga og skógrækt.

Frá umhverfis- og samgöngunefnd.


     1.      Við 2. gr.
                  a.      Í stað orðsins „stakfellingu“ í 5. tölul. komi: fellingu einstakra.
                  b.      Orðin „(plöntur með fjölæra, trénaða stöngla)“ í 6. og 12. tölul. falli brott.
                  c.      9. tölul. orðist svo: Sjálfbær nýting skóga: Ræktun, umsjón og nýting skóga og skóglendis sem er hagað þannig að efld er til frambúðar líffræðileg fjölbreytni, framleiðni, endurnýjun og þróttur skóga og gætt að samfélagslegum, hagrænum og vistfræðilegum þáttum og áhrifum á önnur vistkerfi nær og fjær.
     2.      Við 3. gr.
                  a.      Í stað orðanna „að hvetja“ í b-lið 2. mgr. komi: að vinna að og hvetja.
                  b.      Orðin „í landinu“ í e-lið 2. mgr. falli brott.
     3.      Við 4. gr.
                  a.      Í stað orðanna „fimm“ og „þremur“ í 3. mgr. komi: sjö; og: fimm.
                  b.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Áður en landsáætlun tekur gildi skal hún kynnt þeirri nefnd Alþingis sem fer með málefni skógræktar.
     4.      Við 5. gr.
                  a.      Í stað orðanna „sem útfæra stefnu“ í 1. málsl. komi: þar sem útfærð er stefna.
                  b.      Í stað orðanna „auk annarra svæða sem leggja skal áherslu á í skógrækt“ í 2. málsl. komi: aðrar áherslur í skógrækt sem fram koma í skipulagsáætlunum, lögum þessum og öðrum lögum og hvernig samstarfi við sveitarfélög um skógrækt verði háttað.
     5.      Við 1. mgr. 8. gr.
                  a.      Á eftir orðinu „uppfæra“ í 4. málsl. komi: og birta.
                  b.      Á eftir 4. málsl. komi nýr málsliður, svohljóðandi: Tryggja skal að upplýsingar úr skógaskrá séu aðgengilegar almenningi.
     6.      Við 9. gr.
                  a.      Í stað inngangsmálsliðar 1. mgr. komi tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Ráðherra ákveður í reglugerð hvaða svæði teljast vera þjóðskógar að fenginni tillögu Skógræktarinnar. Við þá ákvörðun skal eftirfarandi haft að leiðarljósi.
                  b.      Í stað orðanna „þjóðskógar eru“ í e-lið 1. mgr. komi: þekkingaröflun og.
                  c.      Á eftir 1. mgr. komi ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Ráðherra skal jafnframt í reglugerð, sbr. 1. mgr., m.a. kveða á um umgengni, aðgengi almennings og þjónustu innan þjóðskóga og annarra svæða í umsjón Skógræktarinnar. Í reglugerðinni skal einnig færa fram rökstuðning fyrir ákvörðun ráðherra skv. 1. mgr. um hvern þjóðskóg fyrir sig. Landfræðileg afmörkun skal sett fram í viðauka við reglugerðina.
                  d.      Orðin „og er Skógræktinni heimilt að selja skógarafurðir sem falla til í þeim“ í 2. mgr. falli brott.
                  e.      4. mgr. falli brott.
                  f.      Í stað orðanna „að uppfylltum skilyrðum“ í 5. mgr. komi: sbr.
     7.      Við 10. gr. bætist tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
                      Skógræktin skal auglýsa eftir þátttakendum í skógrækt á lögbýlum eftir því sem fjárveitingar heimila. Skógræktinni er heimilt að forgangsraða og hafna umsóknum um þátttöku í skógrækt á lögbýlum í samræmi við markmið laga þessara og landsáætlun í skógrækt, sbr. 4. gr.
                      Ráðherra setur í reglugerð nánari ákvæði um málsmeðferð og forgangsröðun umsókna um þátttöku í skógrækt.
     8.      Í stað orðsins „stofnkostnaði“ í 4. mgr. 11. gr. komi: kostnaði.
     9.      Við 14. gr.
                  a.      Í stað orðsins „stofnkostnaðar“ komi: kostnaðar.
                  b.      Við bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Skógræktin og Landssamtök skógareigenda skulu móta sér sameiginlegar verklagsreglur um hvernig samráði þeirra í milli skuli háttað.
     10.      Í stað orðsins „skógarstjórnun“ í 2. mgr. 17. gr. og 3. málsl. 1. mgr. 18. gr. komi: skógrækt.
     11.      Á eftir orðunum „eða hluta þeirra“ í 1. málsl. 1. mgr. 18. gr. komi: sbr. 12. tölul. 2. gr.
     12.      Við bætist ný grein sem orðist svo ásamt fyrirsögn:

Breyting á öðrum lögum.

                      Við gildistöku laga þessara bætist ný málsgrein við 6. gr. laga um landgræðslu, nr. 155/2018, svohljóðandi:
                      Áður en landgræðsluáætlun tekur gildi skal hún kynnt fyrir þeirri nefnd Alþingis sem fer með málefni landgræðslumála.