Ferill 664. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1188  —  664. mál.




Svar


forseta Alþingis við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um pappírsnotkun.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hversu mikill pappír er notaður á Alþingi? Svar óskast um magn og kostnað, sundurliðað eftir starfssvæðum.

    Pappírsnotkun hefur minnkað jafnt og þétt á undanförnum árum og til að mynda eru fundargögn á nefndafundum ekki lengur prentuð út heldur eru þau aðgengileg rafrænt. Alþingi er þátttakandi í Grænum skrefum og er leitast við að prenta ekki út efni að óþörfu. Notast er við svokallað prentský, aðgangsstýrða prentlausn, þar sem öll skjöl sem ætlunin er að prenta eru send í eina sameiginlega prentbiðröð og notandinn getur prentað út með aðgangskorti á hvaða tæki sem er á þingsvæðinu. Þetta á að draga úr prentun og auka gagnaöryggi. Prenturum hefur verið fækkað og notendur eru hvattir til að prenta báðum megin á blöðin til að spara pappír.
    Árið 2018 var magn og kostnaður við kaup Alþingis á pappír sem hér segir:

Pappír Fjöldi blaða Upphæð
Ljósritunarpappír (hvítur) A4 432.000 525.184 kr.
Hvítur pappír B5 50.000 133.560 kr.
Hvítur pappír B4 55.000 284.564 kr.
A3 pappír 2.500 12.250 kr.
Samtals 539.500 955.558 kr.

    Skipting prentunar eftir starfssvæðum var árið 2018 sem hér segir:

Prentari/ljósritunarvél Blöð
Alþingishús, 1. hæð (Framsóknarflokkur) 1.504
Alþingishús, 1. hæð (Sjálfstæðisflokkur) 1.696
Alþingishús, 1. hæð (VG) 2.847
Alþingishús, 2. hæð (þingfundaskrifstofa) 12.879
Alþingishús, 3. hæð (Miðflokkur) 3.120
Alþingishús (þingfundaskrifstofa, ljósritun)* 49.400
Austurstræti 10a, 3. hæð (skjaladeild) 46.708
Austurstræti 10a, 4. hæð (VG) 6.547
Austurstræti 12, 5. hæð (Samfylkingin) 624
Austurstræti 14, 2. hæð (Viðreisn) 5.730
Austurstræti 14, 3. hæð (Flokkur fólksins) 10.572
Austurstræti 14, 4. hæð (Framsóknarflokkur) 3.923
Austurstræti 14, 5. hæð (Samfylkingin) 7.709
Austurstræti 8–10, 2. hæð (fjárl. ljósritun) 10.111
Austurstræti 8– 10, 2. hæð (fjárlaganefnd) 4.985
Austurstræti 8– 10, 2. hæð (nefndasvið) 3.655
Austurstræti 8– 10, 3. hæð (alþjóðadeild) 5.055
Austurstræti 8– 10, 3. hæð (nefndasvið) 7.778
Austurstræti 8– 10, 3. hæð (nefndasvið) 19.379
Austurstræti 8– 10, 4. hæð (Sjálfstæðisflokkur) 6.907
Austurstræti 8– 10, 5. hæð (Miðflokkur) 8.829
Blöndahlshús, 1. hæð (fjármálaskrifstofa) 29.611
Blöndahlshús, 2. hæð (forsetaskrifstofa) 19.065
Blöndahlshús, 2. hæð (ljósritunarvél)* 3.400
Blöndahlshús, 3. hæð (ræðuútgáfa) 20.090
Skáli, 1. hæð (þingflokksherbergi) 14.158
Skáli, 1. hæð (þingverðir) 3.870
Skáli, kjallari (þingskjöl og efni fyrir þingmenn)* 221.000
Skúlahús, 1. hæð (rannsóknarþjónusta og almannatengsl) 6.939
Skúlahús, 2. hæð (upplýsingatækniskrifstofa) 5.967
Vonarstræti 8, 1. hæð (ýmsir) 2.287
Vonarstræti 8, 2. hæð (Píratar) 3.070
Samtals 549.415
* Þrjár ljósritunarvélar eru utan prentskýsins. Ekki er hægt að finna nákvæma tölu um ljósritun í þeim fyrir árið 2018 en með því að deila notkunartíma vélanna í fjölda eintaka sem hefur verið ljósritaður er fengin ákveðin nálgun. Það ber þó að taka fram að ljósritun hefur farið minnkandi síðastliðin ár líkt og öll prentun þannig að áætlunin gæti verið of há.