Ferill 754. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1190  —  754. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um kostnað vegna skipunar dómara við Landsrétt.

Frá Helgu Völu Helgadóttur.


    Hver er beinn kostnaður íslenska ríkisins vegna skipunar dómara við Landsrétt? Svar óskast sundurliðað samkvæmt eftirfarandi:
     a.      sérfræðiráðgjöf til dómsmálaráðuneytis í aðdraganda skipunar dómara,
     b.      aðkeypt þjónusta hjá embætti ríkislögmanns vegna varnar íslenska ríkisins fyrir íslenskum dómstólum og Mannréttindadómstól Evrópu,
     c.      kostnaður ríkislögmanns, í formi tímaskráningar starfsmanna embættisins, vegna varnar íslenska ríkisins fyrir íslenskum dómstólum og fyrir Mannréttindadómstól Evrópu,
     d.      dæmdur málskostnaður vegna mála er tapast hafa fyrir íslenskum dómstólum,
     e.      dæmdur málskostnaður vegna dóms Mannréttindadómstóls Evrópu,
     f.      miskabætur er íslenska ríkinu ber samkvæmt dómum að greiða umsækjendum um dómarastarf,
     g.      skaðabætur sem íslenska ríkinu ber samkvæmt dómum og samningum við málsaðila að greiða umsækjendum um dómarastarf,
     h.      sérfræðiráðgjöf til forsætisráðuneytis og dómsmálaráðuneytis í aðdraganda og í kjölfar niðurstöðu Mannréttindadómstóls Evrópu,
     i.      annar kostnaður íslenska ríkisins.


Skriflegt svar óskast.