Ferill 755. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1191  —  755. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um varmadæluvæðingu.

Frá Sigurði Páli Jónssyni.


     1.      Er vinna hafin við varmadæluvæðingu á köldum svæðum, sbr. þingsályktun um stefnumótandi byggðaáætlun fyrir árin 2018–2024 sem samþykkt var á Alþingi 11. júní 2018?
     2.      Hvernig verður staðið að uppsetningu varmadæla?
     3.      Munu þeir aðilar sem fá styrk við uppsetningu á varmadælum þurfa að greiða skatt af þeim styrk?


Skriflegt svar óskast.