Ferill 761. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1212  —  761. mál.
Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um vernd persónuupplýsinga hjá dómstólum.

Frá Jóni Þór Ólafssyni.


     1.      Hvernig tryggja dómstólar, dómstólasýslan, aðrar stofnanir á vegum ráðherra og ráðherra sjálfur að lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga, nr. 90/2018, séu virt við meðferð dómsmála að því leyti sem lögin ná yfir störf dómstóla, sbr. 4. mgr. 4. gr. laganna, og að ekki sé brotið á friðhelgi þeirra einstaklinga sem þurfa á einhvern hátt að eiga samskipti við dómstóla? Óskað er eftir upplýsingum um allar reglur, reglugerðir, staðla og önnur fyrirmæli sem dómstólar fylgja við störf sín til að tryggja vernd persónuupplýsinga.
     2.      Hvernig er öryggi stafrænna persónuupplýsinga tryggt af hálfu dómstóla?
     3.      Hvaða reglur gilda um þagnarskyldu starfsmanna dómstólanna þegar þeir vinna með persónuupplýsingar sem kunna að falla undir gildissvið fyrrnefndra laga?
     4.      Hvernig er öryggi gagna á pappírsformi tryggt þegar um er að ræða persónuupplýsingar sem kunna að falla undir gildissvið laganna?


Skriflegt svar óskast.