Ferill 765. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Microsoft Word.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1216  —  765. mál.
Stjórnarfrumvarp.



Frumvarp til laga


um breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins.

Frá fjármála- og efnahagsráðherra.



I. KAFLI

Breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, með síðari breytingum.

1. gr.

    Í stað 1. mgr. 1. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar, svohljóðandi:
    Markmið laga þessara er að eftirlitsskyldir aðilar starfi í samræmi við lög og reglur og að starfsemin sé í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti og taki mið af neytendavernd.
    Markmið eftirlits með fjármálastarfsemi er að stuðla að traustum og öruggum fjármálamarkaði og draga úr líkum á að starfsemi eftirlitsskyldra aðila leiði til tjóns fyrir almenning. Heilbrigður og traustur rekstur er þó ávallt á ábyrgð stjórnenda viðkomandi fyrirtækis.

2. gr.

    Í stað orðsins „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 5. mgr. 2. gr. laganna kemur: Fjármálaeftirlitið.

3. gr.

    3. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Fjármálaeftirlitið.

    Fjármálaeftirlitið, sem er hluti af Seðlabanka Íslands, fer með framkvæmd laga þessara.

4. gr.

    4.–6. gr. laganna falla brott.

5. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „stofnunina“ í 1. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitið.
     b.      Í stað orðanna „Stjórnendur Fjármálaeftirlitsins skulu“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands skal.

6. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      7. og 8. málsl. 1. mgr. falla brott.
     b.      Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 3. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitið.
     c.      Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í lokamálslið 4. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitinu.

7. gr.

    13. gr. laganna orðast svo:
    Þeir sem annast framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

8. gr.

    Í stað orðanna „Semja má“ í 1. málsl. 2. mgr. 14. gr. laganna kemur. Seðlabanki Íslands má semja.

9. gr.

    15. gr. laganna fellur brott.

10. gr.

    Fyrirsögn IV. kafla laganna orðast svo: Þagnarskylda. Tilkynningar um brot í starfsemi aðila sem lúta opinberu eftirliti með fjármálastarfsemi. Upplýsingaskipti. Samskipti við eftirlitsstjórnvöld.

11. gr.

    16. gr. laganna fellur brott.

12. gr.

    19. gr. laganna orðast svo:
    Ráðherra er heimilt að setja nánari reglur um framkvæmd laganna í reglugerð, þ.m.t. um ákvörðun og innheimtu dagsekta.

13. gr.

    2. málsl. 1. mgr. og 2.–4. mgr. 21. gr. laganna falla brott.

14. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum orðast svo:
    Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins sem eru í starfi við gildistöku laganna verða starfsmenn hjá Seðlabanka Íslands með sömu ráðningarkjörum og aðild að stéttarfélagi ef þeir kjósa svo eftir yfirtöku Seðlabankans á ráðningarsamningum. Um rétt starfsmanna til starfa hjá Seðlabankanum fer eftir ákvæðum laga um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, með síðari breytingum. Ákvæði 7. gr. þeirra laga gilda ekki við ráðstöfun starfa samkvæmt þessu ákvæði.
    Þrátt fyrir ákvæði 1. mgr. verður embætti forstjóra Fjármálaeftirlitsins lagt niður þegar lög þessi öðlast gildi. Ráðherra er þó heimilt án auglýsingar að flytja forstjóra Fjármálaeftirlitsins í nýtt embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits skv. 36. gr. laga nr. 70/1996.

II. KAFLI

Breytingar á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, með síðari breytingum.

15. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 1. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands.
     b.      Við 2. mgr. bætast tveir nýir málsliðir, svohljóðandi: Seðlabankinn skal í reikningshaldi sínu tryggja fjárhagslega aðgreiningu opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi frá annarri starfsemi bankans. Tekjur vegna fjármálaeftirlits skulu einungis nýttar til fjármögnunar opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi.

16. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      1. málsl. 1. mgr. orðast svo: Að undangenginni umfjöllun í fjármálaeftirlitsnefnd skal Seðlabanki Íslands ár hvert fyrir 1. febrúar gefa ráðherra skýrslu um áætlaðan rekstrarkostnað næsta árs vegna Fjármálaeftirlitsins.
     b.      Í stað orðsins „starfseminnar“ í 2. málsl. 1. mgr. kemur: starfsemi Fjármálaeftirlitsins.
     c.      1. málsl. 2. mgr. orðast svo: Skýrslu Seðlabankans skal fylgja álit samráðsnefndar eftirlitsskyldra aðila á áætluðu rekstrarumfangi næsta árs vegna Fjármálaeftirlitsins ásamt afgreiðslu fjármálaeftirlitsnefndar á því áliti.
     d.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Seðlabankinn.

17. gr.

    2. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

18. gr.

    Orðið „Fjármálaeftirlitsins“ 1. mgr. og 1. og 2. málsl. 4. mgr. 4. gr. laganna fellur brott.

19. gr.

    Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitið“ og „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. málsl. 1. mgr. og 7. mgr. 6. gr. laganna kemur: Seðlabankinn; og: Seðlabankanum.

20. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 7. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                      Telji Fjármálaeftirlitið að eftirlit með einstökum eftirlitsskyldum aðila sé umtalsvert kostnaðarsamara og krefjist meiri mannafla en áætlun um reglubundið eftirlit gerir ráð fyrir getur Seðlabankinn ákveðið að viðkomandi eftirlitsskyldum aðila verði gert að greiða samkvæmt reikningi fyrir nauðsynlegt umframeftirlit.
     b.      Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitinu“ og „stofnunarinnar“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Seðlabankanum; og: Fjármálaeftirlitsins
     c.      Orðin „samþykkt af stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 4. mgr. falla brott.

21. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 8. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. málsl. kemur: Seðlabankans.
     b.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 3. málsl. kemur: bankans.
     c.      Orðið „Fjármálaeftirlitsins“ í 4. málsl. fellur brott.

22. gr.

    Ákvæði til bráðabirgða í lögunum fellur brott.

III. KAFLI

Breytingar á lögum um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014.

23. gr.

    1. gr. laganna orðast svo:
    Markmið laga þessara er að tryggja reglulegt samráð og upplýsingaskipti milli ráðherra og Seðlabanka Íslands í því skyni að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu, sporna við uppsöfnun kerfisáhættu og stuðla að samhæfðum viðbrögðum við sérstakar aðstæður. Í því skyni er fjármálastöðugleikaráði falið skilgreint hlutverk samkvæmt lögum þessum.

24. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 2. gr. laganna:
     a.      1., 2., 4., 5., 7. og 9. tölul. falla brott.
     b.      Í stað orðanna „og innviðir“ í 3. tölul. kemur: kerfislega þýðingarmikil greiðslu- og uppgjörskerfi og Seðlabanki Íslands.

25. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      1.–2. málsl. 2. mgr. 3. gr. orðast svo: Í fjármálastöðugleikaráði sitja ráðherra, og er hann formaður ráðsins, og seðlabankastjóri. Formaður kallar ráðið saman til fundar þrisvar sinnum á ári en oftar telji annar ráðsmanna þörf á.
     b.      1. málsl. 3. mgr. orðast svo: Seðlabanki Íslands veitir ráðinu þær upplýsingar sem ráðið óskar eftir til að sinna hlutverki sínu og ber sjálfur þann kostnað sem af hlýst.

26. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „við fjármálakreppu“ í 1. mgr. kemur: þegar fjármálastöðugleika er ógnað.
     b.      Í stað orðsins „meta“ í b-lið 2. mgr. kemur: vakta.
     c.      C-liður 2. mgr. orðast svo: að meta árangur af þjóðhagsvarúðartækjum.
     d.      D-liður 2. mgr. fellur brott.
     e.      Í stað orðins „kerfisáhættunefndar“ í 3. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands.

27. gr.

    5. gr. laganna fellur brott.

28. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 6. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                      Ráðið fundar sérstaklega þegar fjármálastöðugleika er ógnað eða hætta er á atburðum sem geta valdið umtalsverðum smitáhrifum eða tjóni á fjármálamarkaði. Seðlabanki Íslands skal upplýsa ráðherra, án tafar, telji bankinn að aðstæður skv. 1. málsl. hafi skapast.
     b.      Orðin „skilgreinir það viðbúnaðarstig sem við á“ í 2. mgr. falla brott.
     c.      3. mgr. orðast svo:
                      Ráðið skal upplýsa efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um helstu aðgerðir og ráðstafanir skv. 2. mgr.

29. gr.

    III. kafli laganna, Kerfisáhættunefnd, fellur brott.

30. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 9. gr. laganna:
     a.      1. og 2. mgr. orðast svo:
                      Seðlabanki Íslands afhendir ráðinu upplýsingar og gögn sem hann býr yfir og ráðið telur nauðsynleg vegna hlutverks síns.
                      Upplýsingar sem veittar eru ráðinu lúta þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.
     b.      Orðin „og kerfisáhættunefnd“ í 1. málsl. 3. mgr. falla brott.

31. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 10. gr. laganna:
     a.      1. mgr. orðast svo:
                      Fjármálastöðugleikaráð skal gera fundargerðir sínar opinberar innan eins mánaðar frá því að fundur er haldinn, nema ætla megi að opinber birting geti haft neikvæð áhrif á fjármálastöðugleika.
     b.      Orðin „og kerfisáhættunefndar“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
     c.      Orðin „eða ráðherra“ í 3. málsl. 3. mgr. falla brott.
     d.      Orðin „og kerfisáhættunefnd“ í 4. mgr. falla brott.

32. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 11. gr. laganna:
     a.      Orðin „og kerfisáhættunefnd“ í 1. mgr. falla brott.
     b.      Orðin „eða kerfisáhættunefnd“ og „eða nefndarinnar“ í 2. mgr. falla brott.

IV. KAFLI

Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, með síðari breytingum.

33. gr.

    Við 1. gr. laganna bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
    Fjármálaeftirlitið, sbr. 3. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, fer með eftirlit með framkvæmd laga þessara nema annað sé sérstaklega tekið fram.

34. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. málsl. 3. mgr. 4. gr., 6. mgr. 14. gr., 10. mgr. 14. gr. a, lokamálslið 1. mgr. 16. gr., lokamálslið 7. mgr. 17. gr., 2. málsl. 6. mgr. 28. gr., 2. málsl. 1. mgr. 29. gr. a, 3. málsl. 1. mgr. 53. gr., 8. mgr. 54. gr., 4. mgr. 60. gr. a, 5. mgr. 78. gr. a, 2. mgr. 78. gr. b, 2. mgr. 78. gr. c, 3. mgr. 78. gr. d, 4. mgr. 78. gr. e, 2. mgr. 78. gr. f, 3. mgr. 78. gr. g, 10. mgr. 78. gr. h, 3. mgr. 78. gr. i, 3. málsl. 5. mgr. og 2. málsl. 6. mgr. 84. gr. e, 5. mgr. 86. gr. h, í fyrra skiptið í 5. málsl. 5. mgr. 108. gr. og í 1. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: Seðlabanka Íslands.

35. gr.

    Í stað orðsins „stofnunin“ í lokamálslið 1. mgr. 10. gr. a, lokamálslið 2. mgr. 16. gr., 2. málsl. 45. gr., 1. málsl. 4. mgr. 112. gr. d, 116. gr. a og 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: það.

36. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 9. mgr. 17. gr., 3. mgr. 17. gr. a, 1. málsl. 2. mgr. 19. gr., 1. málsl. 3. og 1. málsl. 4. mgr. 29. gr. a, lokamálslið 1. mgr. 30. gr. a, 1. málsl. 5. mgr. 52. gr., 1. málsl. 4. mgr. 57. gr. a, 2. mgr. 59. gr., 4. mgr. 82. gr. g, 6. mgr. 84. gr., 2. málsl. 6. mgr. og 1. málsl. 7. mgr. 86. gr. a, 2. tölul. 5. mgr. 86. gr. f, 2. mgr. 88. gr., 2. málsl. 1. mgr. 93. gr., 1. mgr. 96. gr., 10. og 11. mgr. 97. gr., lokamálslið 5. mgr. 107. gr., lokamálslið 7. mgr. 108. gr., 2. málsl. 3. mgr. og 9. mgr. 109. gr., lokamálslið 111. gr., 1. málsl. 117. gr. c og 2. málsl. ákvæðis til bráðabirgða III í lögunum kemur: Seðlabanki Íslands.

37. gr.

    Í stað orðanna „og heimilt að kveða á um slík tilvik í reglum sem það setur skv. 1. málsl.“ í 2. málsl. 3. mgr. 29. gr. a laganna kemur: og er Seðlabanka Íslands heimilt að kveða nánar á um slík tilvik í reglum skv. 1. málsl.

38. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. mgr. 29. gr. b, 3. málsl. 1. mgr. 31. gr., 4. málsl. 32. gr., 3. mgr. 108. gr. og 3. tölul. 1. mgr. 112. gr. b laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

39. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 79. gr. laganna:
     a.      Í stað „78. gr. a – 78. gr. g og 78. gr. i“ í 1. mgr. kemur: 78. gr. a – 78. gr. i.
     b.      2. mgr. fellur brott.

40. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 80. gr. laganna:
     a.      Orðin „með hliðsjón af tilmælum fjármálastöðugleikaráðs varðandi kerfisáhættu, eftir því sem við á“ í b-lið 3. mgr. falla brott.
     b.      2. málsl. 4. mgr. fellur brott.

41. gr.

    Orðin „og leita álits Seðlabanka Íslands varði framkvæmdin lánastofnanir“ í 2. málsl. 2. mgr. 81. gr. laganna falla brott.

42. gr.

    3. mgr. 82. gr. b laganna fellur brott.

43. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 82. gr. f laganna:
     a.      4. mgr. fellur brott.
     b.      Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitinu er heimilt, að undangengnu samráði við Seðlabanka Íslands“ í 5. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands er heimilt.

44. gr.

    83. gr. laganna orðast svo, ásamt fyrirsögn:

Laust fé og stöðug fjármögnun.

    Fjármálafyrirtæki skal ætíð hafa yfir að ráða nægilegu lausu fé til að uppfylla kröfu um lágmark eða meðaltal lauss fjár til að mæta greiðsluskuldbindingum, þ.m.t. úttektum á innlánsfé, og til að mæta misræmi milli innstreymis og útstreymis lauss fjár við erfiðar aðstæður á tilteknu tímabili.
    Fjármálafyrirtæki skal kappkosta að hafa yfir að ráða fjölbreyttri og stöðugri fjármögnun, m.a. til að takmarka tímamisræmi milli eigna og skulda. Stöðug fjármögnun skal bæði taka tillit til venjulegra og óvenjulegra aðstæðna.
    Fjármálafyrirtæki skal veita Fjármálaeftirlitinu upplýsingar á grundvelli þessarar greinar og í samræmi við upplýsingaskyldu sem kveðið er á um í reglugerð sem sett er á grundvelli 117. gr. a.
    Seðlabanki Íslands setur reglur um laust fé skv. 1. mgr. og stöðuga fjármögnun skv. 2. mgr. Í reglunum er heimilt að kveða á um lágmark og meðaltal lauss fjár og lágmark stöðugrar fjármögnunar í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum og í þeim má ákveða að mismunandi ákvæði gildi um einstaka flokka fjármálafyrirtækja.

45. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. a laganna:
     a.      1. málsl. 5. mgr. orðist svo: Þegar fyrirtæki, sem ekki er kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki en tilheyrir samstæðu sem inniheldur kerfislega mikilvægt fjármálafyrirtæki, ber að viðhalda eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og eiginfjárauka vegna kerfisáhættu skal samanlögð krafa um eiginfjárauka í tilfelli fyrirtækisins aldrei vera lægri en samanlögð krafa til þess að viðhalda eiginfjárauka skv. 86. gr. d og 86. gr. e og þeim eiginfjárauka sem hærri er skv. 86. gr. b eða 86. gr. c.
     b.      Í stað orðanna „eiginfjárþætti A“ í 1. málsl. 6. mgr. kemur: almennu eigin fé þáttar 1.

46. gr.

    Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 86. gr. b laganna:
     a.      1. mgr. orðist svo:
                      Fjármálafyrirtæki skal viðhalda eiginfjárauka vegna kerfisáhættu í samræmi við reglur sem Seðlabanki Íslands setur að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar. Gildi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu getur numið 0–3% af áhættugrunni, sbr. 84. gr. e. Í reglunum er heimilt að mæla fyrir um að gildið taki mið af tilteknum áhættuskuldbindingum. Þegar ríkar ástæður eru til er heimilt að kveða á um hærra gildi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu en 3% af áhættugrunni en reglurnar skulu þá háðar staðfestingu ráðherra. Seðlabanki Íslands skal meta hvort ástæða sé til að breyta reglum um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu á tveggja ára fresti.
     b.      1. málsl. 2. mgr. orðist svo: Í reglum skv. 1. mgr. er heimilt að mæla fyrir um að eitt eða fleiri fjármálafyrirtæki viðhaldi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu.
     c.      Á eftir orðunum „Hægt er að kveða á um“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: í reglum skv. 1. mgr.
     d.      4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Í reglum settum skv. 1. mgr. er hægt að mæla fyrir um að eiginfjárauki vegna kerfisáhættu taki mið af erlendum áhættuskuldbindingum fjármálafyrirtækis í ríkjum utan Evrópska efnahagssvæðisins.
     e.      Í stað orðanna „Hægt er að kveða á“ í 5. málsl. 2. mgr. kemur: Í reglum skv. 1. mgr. er hægt að mæla fyrir.
     f.      1. og 2. málsl. 3. mgr. falla brott.
     g.      3. tölul. 4. mgr. orðast svo: Sett sérstakar kröfur um að viðhalda lausu fé og/eða auknu hlutfalli þess.
     h.      4. tölul. 4. mgr. fellur brott.
     i.      Í stað orðsins „fjármálastöðugleikaráðs“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands
     j.      2. málsl. 5. mgr. orðast svo: Reglugerðin skal m.a. innihalda nánari reglur um málsmeðferð og samskipti við erlend eftirlitsstjórnvöld þegar eiginfjáraukinn er hærri en 3% eða 5% af áhættugrunni.

47. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 86. gr. c laganna:
     a.      1. málsl. orðast svo: Seðlabanki Íslands skal setja reglur um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar.
     b.      2. málsl. fellur brott.
     c.      4. málsl. orðast svo: Gildi eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki skal endurskoða árlega.
     d.      5. málsl. orðast svo: Við afmörkun á því hvaða fjármálafyrirtæki skulu viðhalda eiginfjárauka samkvæmt þessari grein skal byggt á ákvörðun fjármálastöðugleikanefndar á því hvaða fjármálafyrirtæki teljist kerfislega mikilvæg.
     e.      Á eftir orðinu „ákvarða“ í 6. málsl. kemur: í reglum skv. 1. málsl.
     f.      7. málsl. fellur brott.
     g.      Í stað orðsins „fjármálastöðugleikaráðs“ í 8. málsl. kemur: Seðlabanka Íslands.
     h.      Orðin „og innihald, rökstuðning og birtingu tillögu og ákvörðunar um að setja á eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki“ í 9. málsl. falla brott.

48. gr.

    Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 86. gr. d laganna:
     a.      1.–3. málsl. 1. mgr. orðist svo: Fjármálafyrirtæki skal viðhalda eiginfjárauka, sem nefnist sveiflujöfnunarauki, samkvæmt reglum sem Seðlabanki Íslands setur að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar. Gildi sveiflujöfnunarauka getur numið 0–2,5% af áhættugrunni, sbr. 84. gr. e. Gildi sveiflujöfnunarauka skal endurskoða ársfjórðungslega.
     b.      Í stað orðanna „ákvörðun þess efnis“ í 4. málsl. 1. mgr. kemur: birtingu reglnanna.
     c.      6. málsl. 1. mgr. fellur brott.
     d.      1. málsl. 2. mgr. fellur brott.
     e.      Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitinu er“ í 2. málsl. 2. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands er í reglum skv. 1. mgr.
     f.      Orðin „að undangengnum tilmælum frá fjármálastöðugleikaráði“ í 2. málsl. 2. mgr. falla brott.
     g.      Orðið „fjármálastöðugleikaráðs“ í 2. málsl. 2. mgr. fellur brott.
     h.      Í stað orðanna „Að undangenginni tillögu frá fjármálastöðugleikaráði er Fjármálaeftirlitinu heimilt“ í 3. málsl. 3. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands er heimilt í reglum skv. 1. mgr.
     i.      Í stað orðanna „Að undangenginni tillögu frá fjármálastöðugleikaráði er Fjármálaeftirlitinu heimilt“ í 4. málsl. 3. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands er heimilt í reglum skv. 1. mgr.
     j.      Í stað orðsins „fjármálastöðugleikaráðs“ í 1. málsl. 5. mgr. kemur: Seðlabanka Íslands.
     k.      2. málsl. 5. mgr. orðist svo: Í reglugerðinni skal m.a. kveðið á um samskipti við erlend eftirlitsstjórnvöld og hvaða viðmið og áhættuþættir liggja til grundvallar mati á gildi sveiflujöfnunarauka.

49. gr.

    Eftirfarandi breytingar eru gerðar á 86. gr. g laganna:
     a.      Í stað orðsins „stofnunin“ í 2. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitið.
     b.      Við 2. mgr. bætist nýr málsliður, svohljóðandi: Úrbætur geta m.a. falið í sér beitingu heimilda samkvæmt þessari grein eða öðrum ákvæðum laganna sem nauðsynlegt er að beita til þess að bregðast við aðstæðum viðkomandi fjármálafyrirtækis.
     c.      Á eftir i-lið 4. mgr. kemur nýr stafliður, svohljóðandi: sérstakar kröfur um að viðhalda lausu fé, þ.m.t. vegna misræmis í líftíma eigna og skuldbindinga fjármálafyrirtækis.
     d.      Við bætist ný málsgrein, svohljóðandi:
                      Heimilt er að ákvarða sérstaka kröfu um laust fé fjármálafyrirtækis sem skal taka mið af lausafjáráhættu sem það er eða kann að vera óvarið fyrir. Við mat á því hvort gera eigi sérstaka kröfu til fjármálafyrirtækis um laust fé skal taka tillit til eftirfarandi þátta:
              a.      viðskiptalíkans fyrirtækisins,
              b.      meðhöndlunar þess á lausafjáráhættu, m.a. á grundvelli 78. gr. h,
              c.      niðurstöðu könnunar- og matsferlis og álagsprófs á grundvelli 80. gr., og
              d.      kerfislægrar lausafjáráhættu sem ógnað getur fjármálakerfinu.

50. gr.

    4. mgr. 86. gr. h laganna fellur brott.

51. gr.

    Orðin „Seðlabanka Íslands og“ í 3. málsl. 1. mgr. 109. gr. b laganna falla brott.

52. gr.

    2. tölul. 3. mgr. og 3. málsl. 5. mgr. 109. gr. e laganna falla brott.

53. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 110. gr. laganna:
     a.      Við 1. mgr. bætist nýr töluliður, 42. tölul., svohljóðandi: 3. mgr. 83. gr. um upplýsinga- og tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins.
     b.      1. málsl. 4. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

54. gr.

    24. tölul. 1. mgr. 112. gr. b laganna orðast svo: 3. mgr. 83. gr. um upplýsinga- og tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins.

55. gr.

    Orðin „hjá stofnuninni“ í 1. málsl. 2. mgr. 112. gr. d laganna falla brott.

56. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 117. gr. b laganna:
     a.      Í stað orðsins „stofnunin“ í 1. málsl. 1. mgr. kemur: það.
     b.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. málsl. 2. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.
     c.      Í stað orðanna „og v) veðsetningar á eignum“ í a-lið 2. mgr. kemur: v) veðsetningar á eignum, vi) lausafjárhlutfalli og vii) stöðugri fjármögnun.
     d.      Á eftir orðinu „eiginfjárauka“ í b-lið 2. mgr. kemur: lausafjárhlutfalls.
     e.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. málsl. 3. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.
     f.      Við 3. mgr. bætist nýr stafliður, f-liður, svohljóðandi: útreikning vegna lausafjárhlutfalls og stöðugrar fjármögnunar.

57. gr.

    2. mgr. ákvæðis til bráðabirgða IX í lögunum fellur brott.

V. KAFLI

Breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016, með síðari breytingum.

58. gr.

    Í stað orðanna „Fjármálaeftirlitinu er heimilt, að fengnu áliti fjármálastöðugleikaráðs“ í 1. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. laganna kemur: Seðlabankanum er heimilt, að fenginni staðfestingu ráðherra og að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar.

59. gr.

    2. mgr. 26. gr. laganna orðast svo:
    Seðlabankanum er heimilt að kveða nánar á um útreikning veðsetningarhlutfalls í reglum skv. 1. mgr. 25. gr.

60. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 57. gr. laganna:
     a.      4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.
     b.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 3. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.

VI. KAFLI

Breytingar á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992, með síðari breytingum.

61. gr.

    Á eftir 4. gr. laganna kemur ný grein, 4. gr. a, ásamt fyrirsögn, svohljóðandi:

Útlán tengd erlendum gjaldmiðlum.

    Seðlabanka Íslands er heimilt, að fenginni staðfestingu ráðherra og að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar, að setja lánastofnunum reglur um útlán tengd erlendum gjaldmiðlum til aðila sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu.
    Í reglum skv. 1. mgr. getur Seðlabankinn ákveðið lánstíma, tegundir tryggingar og hámarkshlutfall lána sem eru tengd erlendum gjaldmiðlum af heildarútlánasafni lánastofnunar. Hámarkshlutfallið getur hvort heldur sem er verið hlutfall af heildarútlánum viðkomandi stofnunar eða sérstakt hlutfall vegna einstakra flokka óvarinna lántaka. Einnig er í reglunum heimilt að kveða á um skýrsluskil lánastofnana til Seðlabankans.

62. gr.

    15. gr. laganna orðast svo:
    Þeir sem annast framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

63. gr.

    2. mgr. 15. gr. f laganna fellur brott.

64. gr.

    7. mgr. 16. gr. b laganna fellur brott.

VII. KAFLI

Breytingar á innheimtulögum, nr. 95/2008, með síðari breytingum.

65. gr.

    4. málsl. 3. mgr. 18. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

66. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. málsl. 21. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

VIII. KAFLI

Breytingar á lögum um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018.

67. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 4. mgr. 35. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

68. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 45. gr. laganna:
     a.      Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 2. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitinu.
     b.      Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 3. mgr. kemur: Fjármálaeftirlitið.

69. gr.

    Í stað orðanna „stjórn Fjármálaeftirlitsins“ í 1. málsl. 7. mgr. 46. gr. laganna kemur: Fjármálaeftirlitinu.

70. gr.

    Í stað orðsins „Eftirlitsaðilar“ í 3. málsl. 47. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands og ríkisskattstjóri.

IX. KAFLI

Breytingar á lögum um afleiðuviðskipti, miðlæga mótaðila og afleiðuviðskiptaskrár, nr. 15/2018.

71. gr.

    3. mgr. 3. gr. laganna fellur brott.

72. gr.

    2. málsl. 6. mgr. 7. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

73. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 9. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

X. KAFLI

Breytingar á lögum um evrópskt eftirlitskerfi á fjármálamarkaði, nr. 24/2017.

74. gr.

    Orðið „Fjármálaeftirlitinu“ í 1. málsl. 1. mgr. 5. gr. laganna fellur brott.

XI. KAFLI

Breytingar á lögum um greiðslur yfir landamæri í evrum, nr. 78/2014, með síðari breytingum.

75. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 4. gr. laganna:
     a.      3. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.
     b.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 3. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.

76. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 5. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

XII. KAFLI

Breytingar á greiðsluþjónustu, nr. 120/2011, með síðari breytingum.

77. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 7. mgr. 12. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

78. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.
     b.      3. mgr. fellur brott.

79. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. málsl. 1. mgr. 17. gr., 3. mgr. 18. gr., 3. mgr. 24. gr. og 4. mgr. 27. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

80. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í lokamálslið 5. mgr. 19. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

81. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. mgr. 23. gr. c og 2. mgr. 23. gr. e laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

82. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 77. gr. laganna:
     a.      4. málsl. 2. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.
     b.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 3. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.

XIII. KAFLI

Breytingar á lögum um heimild til fjárveitingar úr ríkissjóði vegna sérstakra aðstæðna á fjármálamarkaði o.fl., nr. 125/2008, með síðari breytingum.

83. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 4. málsl. 2. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

XIV. KAFLI

Breytingar á lögum um innstæðutryggingar og tryggingakerfi fyrir fjárfesta, nr. 98/1999, með síðari breytingum.

84. gr.

    Orðin „Fjármálaeftirlitinu og“ í 3. málsl. 7. mgr. 5. gr. b laganna falla brott.

85. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á ákvæði til bráðabirgða II í lögunum:
     a.      Orðin „Fjármálaeftirlitsins og“ í 1. málsl. 6. mgr. falla brott.
     b.      Orðin „Fjármálaeftirlitinu og“ í 3. málsl. 8. gr. falla brott.

XV. KAFLI

Breytingar á lögum um kauphallir, nr. 110/2007, með síðari breytingum.

86. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. mgr. 12. gr. laganna kemur. Seðlabanki Íslands.

87. gr.

    1. málsl. 4. mgr. 33. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

88. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 34. gr. laganna kemur. Seðlabanki Íslands.

XVI. KAFLI

Breytingar á lögum um lánshæfismatsfyrirtæki, nr. 50/2017.

89. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 3. gr. laganna:
     a.      1. málsl. 6. mgr. orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.
     b.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 9. mgr. kemur: Seðlabanki Íslands.

90. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. mgr. 8. gr. laganna kemur. Seðlabanka Íslands.

XVII. KAFLI

Breytingar á lögum um um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, með síðari breytingum.

91. gr.

    15. gr. laganna orðast svo:
    Þeir sem annast framkvæmd laga þessara eru bundnir þagnarskyldu samkvæmt lögum um Seðlabanka Íslands.

92. gr.

    2. mgr. 16. gr. laganna fellur brott.

XVIII. KAFLI

Breytingar á lögum um miðlun vátrygginga, nr. 32/2005, með síðari breytingum.

93. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 4. mgr. 39. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

94. gr.

    4. málsl. 3. mgr. 62. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

95. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 62. gr. a laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XIX. KAFLI

Breytingar á lögum um rafræna eignarskráningu verðbréfa, nr. 131/1997, með síðari breytingum.

96. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 15. gr. laganna:
     a.      Orðin „að höfðu samráði við Seðlabanka Íslands“ í 3. mgr. falla brott.
     b.      Orðið „Fjármálaeftirlitsins“ í 4. mgr. fellur brott.

97. gr.

    1. málsl. 3. mgr. 34. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

98. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 34. gr. a laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XX. KAFLI

Breytingar á lögum um sértryggð skuldabréf, nr. 11/2008, með síðari breytingum.

99. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. tölul. 2. mgr. 6. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

100. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 3. málsl. 1. mgr. 21. gr. laganna kemur. Seðlabanka Íslands.

101. gr.

    Eftirfarandi breytingar verða á 25. gr. laganna:
     a.      Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í inngangsmálslið kemur: Seðlabanki Íslands.
     b.      Fyrirsögn greinarinnar orðast svo: Reglur Seðlabanka Íslands.

102. gr.

    Í stað orðanna „samþykkt skal af stjórn Fjármálaeftirlitsins og birt“ í 30. gr. laganna kemur: birt skal.

103. gr.

    3. málsl. 2. mgr. 31. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

104. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 32. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXI. KAFLI

Breytingar á skortsölu og skuldatryggingar, nr. 55/2017.

105. gr.

    2. málsl. 5. mgr. 6. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

106. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. mgr. 7. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXII. KAFLI

Breytingar á lögum um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða, nr. 129/1997, með síðari breytingum.

107. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 1. mgr. og 3. málsl. 8. mgr. 31. gr., 2. mgr. 35. gr., 5. mgr. 40. gr. og lokamálslið 5. mgr. 42. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXIII. KAFLI

Breytingar á lögum um útgáfu og meðferð rafeyris, nr. 17/2013, með síðari breytingum.

108. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 7. mgr. 13. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

109. gr.

    3. mgr. 20. gr. laganna fellur brott.

110. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 2. málsl. 1. mgr. 23. gr., 6. mgr. 25. gr., 3. mgr. 26. gr., 6. mgr. 36. gr., 3. mgr. 38. gr. og lokamálslið 3. mgr. 43. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

111. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. mgr. 33. gr. og 2. mgr. 34. gr. laganna kemur. Seðlabanka Íslands.

112. gr.

    4. málsl. 2. mgr. 43. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXIV. KAFLI

Breytingar á lögum um vátryggingasamstæður, nr. 60/2017.

113. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. mgr. 7. gr., 8. mgr. 21. gr., 6. mgr. 26. gr., 7. mgr. 31. gr., 6. mgr. 32. gr., 12. mgr. 35. gr. og 3. málsl. 51. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

114. gr.

    4. málsl. 2. mgr. 50. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXV. KAFLI

Breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 56/2010, með síðari breytingum.

115. gr.

    4. málsl. 3. mgr. 97. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXVI. KAFLI

Breytingar á lögum um vátryggingastarfsemi, nr. 100/2016, með síðari breytingum.

116. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 1. málsl. 5. mgr. 3. gr., 1. málsl. 4. mgr. 10. gr., 1. málsl. 2. mgr. og 3. mgr. 19. gr., 1. málsl. 1. mgr. 23. gr., 13. mgr. 31. gr., 2., 3., og 6. málsl. 37. gr., 5. mgr. og 2. málsl. 7. mgr. 41. gr., 9. mgr. 44. gr., 5. mgr. 45. gr., 4. mgr. 49. gr., 2. og 3. mgr. 50. gr., 4. mgr. 57. gr., 5. og. 6. mgr. 60. gr., 1. mgr. og inngangsmálslið 2. mgr. 101. gr., 3. mgr. 103. gr., 1. málsl. 2. mgr. 121. gr., 6. mgr. 132. gr., 2. málsl. 4. mgr. 153. gr. og 3. málsl. 166. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

117. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 5. tölul 1. mgr. 165. gr. og 3. tölul. 1. mgr. 169. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

118. gr.

    4. málsl. 2. mgr. 165. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXVII. KAFLI

Breytingar á lögum um verðbréfasjóði, fjárfestingarsjóði og fagfjárfestasjóði, nr. 128/2011, með síðari breytingum.

119. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitinu“ í 2. málsl. 5. gr., 3. mgr. 18. gr., 2. málsl. 33. gr. og 3. málsl. 1. mgr. 41. gr. laganna kemur: Seðlabanka Íslands.

120. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitsins“ í 2. málsl. 2. mgr. 44. gr. laganna kemur. Seðlabanka Íslands.

121. gr.

    1. málsl. 6. mgr. 65. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

122. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 66. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

XXVIII. KAFLI

Breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 108/2007, með síðari breytingum.

123. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í 3. málsl. 4. mgr. 20. gr., 3. mgr. 26. gr., 132. gr. og 3. málsl. 142. gr. laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

124. gr.

    1. málsl. 5. mgr. 141. gr. laganna orðast svo: Ákvarðanir um stjórnvaldssektir eru aðfararhæfar.

XXIX. KAFLI

Breytingar á lögum um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum, nr. 90/1999, með síðari breytingum.

125. gr.

    Orðin „Fjármálaeftirlitsins og“ í 1. málsl. 6. gr. laganna falla brott.

XXX. KAFLI

Breytingar á lögum um húsnæðismál, nr. 44/1998, með síðari breytingum.

126. gr.

    Í stað orðsins „Fjármálaeftirlitið“ í lokamálslið 2. mgr. 8. gr. a laganna kemur: Seðlabanki Íslands.

127. gr.

    Lög þessi öðlast gildi 1. janúar 2020. Á sama tíma flytjast verkefni Fjármálaeftirlitsins til Seðlabanka Íslands. Stjórnvaldsfyrirmæli sem Fjármálaeftirlitið hefur sett halda gildi sínu.

Greinargerð.

1. Inngangur.
    Frumvarp þetta er samið í fjármála- og efnahagsráðuneytinu í samvinnu við forsætisráðuneytið, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Frumvarpið er lagt fram samhliða frumvarpi forsætisráðherra til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands sem unnið var í samstarfi sömu aðila.
    Í frumvarpinu er lagðar til breytingar á lögum um eftirlit með fjármálastarfsemi og ýmsum öðrum lögum sem nauðsynlegar eru vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins í eina stofnun undir heitinu Seðlabanki Íslands. Í frumvarpinu er jafnframt lagt til að kerfisáhættunefnd verði lögð niður og að hlutverki fjármálastöðugleikaráðs verði breytt. Eru þær tillögur í samræmi við breytingar á skipulagi Seðlabanka Íslands sem lagt var upp með. Þá er lagt til að beiting eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og sveiflujöfnunarauki byggist á stjórnvaldsfyrirmælum í stað stjórnvaldsákvarðana líkt og nú er. Loks eru lagðar til breytingar á lagaumgjörð um eftirlit með lausu fé og stöðugri fjármögnun.

2. Tilefni og nauðsyn lagasetningar.
Almennt.
    Í október 2018 ákvað ráðherranefnd um efnahagsmál og endurskipulagningu fjármálakerfisins að hefja endurskoðun lagaumgjarðar um peningastefnu, þjóðhagsvarúð og fjármálaeftirlit. Af því tilefni skipaði forsætisráðherra sérstaka fjögurra manna verkefnisstjórn með fulltrúum frá forsætisráðuneyti og fjármála- og efnahagsráðuneyti, auk tengiliða frá Seðlabankanum og Fjármálaeftirlitinu, sem falið var það verkefni að vinna drög að lagafrumvörpum um sameiningu Seðlabanka og Fjármálaeftirlitsins og skila þeim til ráðherranefndarinnar eigi síðar en 28. febrúar 2019.
    Að mati ráðherranefndarinnar var tímabært að hefja vinnu við sameininguna á grunni fyrirliggjandi skýrslna sérfræðinga sem varpa ljósi á ýmis viðfangsefni og tækifæri til úrbóta við framkvæmd peningastefnu, umgjörð þjóðhagsvarúðar og fjármálaeftirlits. Meginleiðarljós vinnu verkefnisstjórnarinnar skyldu vera að efla traust, gagnsæi og skilvirkni við stjórn efnahagsmála. Miða skyldi við að viðhalda verðbólgumarkmiði sem meginmarkmiði peningastefnunnar og sjálfstæði Seðlabankans og peningastefnunefndar hans til að beita stjórntækjum til að ná því en gera viðeigandi breytingar til að efla traust og auka gagnsæi. Þá skyldi miðað við að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið til að efla traust og tryggja skilvirkni við framkvæmd þjóðhagsvarúðar og fjármálaeftirlit.
    Eins og áður segir er frumvarpið lagt fram samhliða frumvarpi forsætisráðherra til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands. Í því frumvarpi er fjallað um nýtt skipulag fyrir sameinaða stofnun Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Í báðum frumvörpum eru lagðar til breytingar sem fela í sér að Fjármálaeftirlitið muni verða hluti af Seðlabanka Íslands en að heitinu „Fjármálaeftirlitið“ verði viðhaldið til að afmarka þá starfsemi bankans og þau verkefni sem flokkast sem eftirlit með fjármálastarfsemi frá öðrum verkefnum á sviði peningastefnu, fjármálastöðugleika og almennrar seðlabankastarfsemi. Með því að viðhalda því heiti er dregið úr hættu á smitáhrifum milli ákvarðana sem varða réttindi einstakra aðila og ákvarðana sem varða þjóðfélagið allt. Áframhaldandi notkun á heitinu undirstrikar einnig sérstöðu verkefnanna. Hún felst í því að ákvarðanir um fjármálaeftirlit eru í meira mæli en aðrar ákvarðanir bankans stjórnvaldsákvarðanir sem varða réttindi og skyldur einstaklinga og fyrirtækja. Fjármálaeftirlitsnefnd verður í nýju skipulagi fyrir Seðlabanka Íslands falið að taka ákvarðanir vegna fjármálaeftirlits og áframhaldandi notkun á heitinu eykur gagnsæi um hvaða ákvarðanir er að ræða. Verkefnin eru einnig fjármögnuð með sérstakri gjaldtöku á eftirlitsskylda aðila og bankinn mun því m.a. þurfa að halda tekjum af starfseminni aðgreindum frá öðrum tekjum. Loks er röskun á kjarnastarfsemi opinbers eftirlits lágmörkuð með því að viðhalda heitinu.
    Um tilefni og nauðsyn þess að sameina Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið í eina stofnun er fjallað ítarlega í frumvarpi forsætisráðherra til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands og vísast nánar til þess sem þar kemur fram um það efni.

Breytt hlutverk fjármálastöðugleikaráðs.
    Með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins breytast hlutverk og skipan fjármálastöðugleikaráðs enda verða eindar- og þjóðhagsvarúð þá innan sömu stofnunar. Fjölskipuð nefnd bankans, fjármálastöðugleikanefnd, mun taka ákvarðanir um beitingu þjóðhagsvarúðartækja, þ.m.t. þeirra tækja sem fjármálastöðugleikaráð hefur haft heimildir til að beina tilmælum eða álitum um til aðildarstofnana sinna. Fjármálastöðugeikaráði verður þó áfram ætlað að tryggja reglulegt samráð og upplýsingaskipti Seðlabanka og ráðherra í því skyni að efla og varðveita fjármálastöðugleika og stuðla að samhæfðum viðbrögðum við sérstakar aðstæður. Mikilvægi slíks samráðs er þríþætt. Í fyrsta lagi er það vegna þess að þjóðhagsvarúðartækin eru nýtilkomin og í stöðugri þróun. Í öðru lagi getur beiting þeirra falið í sér úthlutun takmarkaðra gæða sem er almennt á ábyrgðarsviði lýðræðislega kjörinna fulltrúa að taka afstöðu til og í þriðja lagi þar sem ætla má, af fenginni reynslu hérlendis sem erlendis, að alvarleg áföll á fjármálamarkaði gætu kallað á beina eða óbeina aðkomu ríkissjóðs.

Kerfisáhættunefnd lögð niður.
    Með frumvarpinu er lagt til að kerfisáhættunefnd verði lögð niður. Nefndin hefur verið samráðsvettvangur Seðlabankans, Fjármálaeftirlitsins og fjármála- og efnahagsráðuneytisins um málefni fjármálastöðugleika og hefur hún undirbúið ákvarðanir og tilmæli fjármálastöðugleikaráðs. Með sameiningunni munu verkefni nefndarinnar flytjast til Seðlabankans og sú greiningarvinna og undirbúningur sem hefur farið fram á vegum nefndarinnar og aðildarstofnana hennar mun eiga sér stað hjá Seðlabankanum og fjármálastöðugleikanefnd. Skipan fjármálastöðugleikanefndar, þar sem í sitja allir bankastjórar Seðlabankans auk þriggja ytri meðlima og ráðuneytisstjóra fjármála- og efnahagsráðuneytisins, er ætlað að viðhalda þeim skoðanaskiptum og ólíku sjónarmiðum sem hafa komið fram á fundum kerfisáhættunefndar við undirbúning ákvarðana.

Eftirlit með lausu fé og stöðugri fjármögnun.
    Allt frá því að bankaeftirlit Seðlabanka Íslands var falið sérstakri stofnun, Fjármálaeftirlitinu, með lögum nr. 87/1998, um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, hefur eftirlit með lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja hér á landi verið tvískipt. Seðlabanki Íslands hefur farið með eftirlit með lausafjárstöðu lánastofnana og er kveðið á um eftirlitið í lögum um bankann. Eftirlit með lausafjárstöðu annarra fjármálafyrirtækja en lánastofnana er hins vegar falið Fjármálaeftirlitinu.
    Á grundvelli 12. gr. laga um Seðlabanka Íslands setur bankinn reglur um lágmark eða meðaltal lauss fjár lánastofnana í íslenskum krónum eða erlendum gjaldmiðlum. Þá er Seðlabanka Íslands heimilt að setja reglur um lágmark stöðugrar fjármögnunar lánastofnana í íslenskum krónum og erlendum gjaldmiðlum. Í 83. gr. laga um fjármálafyrirtæki er svo kveðið á um þá skyldu fjármálafyrirtækja að hafa ætíð yfir að ráða nægjanlegu lausu fé til að geta staðið við skuldbindingar sínar. Þá fara Fjármálaeftirlitið og Seðlabanki Íslands með eftirlit með því að fjármálafyrirtæki uppfylli kröfur og skyldur vegna lausafjáráhættu og er eftirlitinu skipt samkvæmt því sem áður sagði, þ.e. Fjármálaeftirlitið fer með eftirlit með lausafjáráhættu hjá öðrum fjármálafyrirtækjum en lánastofnunum en Seðlabanki Íslands með eftirlit með lausafjáráhættu hjá þeim, sbr. 2. mgr. 79. gr. laga um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002.
    Alþjóðlegur bankaréttur hefur þróast mikið á síðustu tveimur áratugum, ekki síst í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar sem hófst á árunum 2007–2008. Með Basel II staðlinum sem kom út á vegum Basel-nefndarinnar um bankaeftirlit árið 2004 var varfærniseftirliti á grundvelli könnunar- og matsferlis fjármálaeftirlits gefið meira vægi í bankaeftirliti og nýjar reglur um könnunar- og matsferli urðu hluti Basel-staðalsins. Reglur um framkvæmd og beitingu valdheimilda á grundvelli könnunar- og matsferlis urðu hluti evrópsks bankaréttar með tilskipunum 2006/48/EB og 2006/49/EB sem voru teknar upp í EES-samninginn 2008. Í kjölfar alþjóðlegu fjármálakreppunnar kom Basel III staðallinn út á vegum Basel-nefndarinnar um bankaeftirlit 2010 og urðu þær breytingar hluti evrópsks bankaréttar með tilskipun 2013/36/ESB og reglugerð (ESB) nr. 575/2013. Margar af þeim reglum hafa verið teknar upp í íslenskan rétt á síðustu árum. Nýjar reglur um lausafjárhlutfall (e. LCR) og um stöðuga fjármögnun (e. NSFR) urðu hluti Basel III staðalsins eftir alþjóðlegu fjármálakrísuna. Þessar reglur voru teknar upp í bankaregluverk Evrópusambandsins árið 2013 með reglugerð (ESB) nr. 575/2013 og hafa þær reglur verið teknar upp á hér á landi á grundvelli 12. gr. gildandi laga um Seðlabanka Íslands.
    Í alþjóðlegum stöðlum um skilvirkt bankaeftirlit er gerð sú krafa að eftirlitsaðilar hafi yfir að ráða nauðsynlegum valdheimildum til skilvirks og árangursríks bankaeftirlits. Gerðar eru kröfur um að slíkum valdheimildum sé komið fyrir í lögum og að þær séu skýrar. Eftirlitsaðilar skulu þannig hafa lagaheimildir til að viðhafa viðvarandi eftirlit með því að starfsleyfisskyldir aðilar fylgi lögum í starfsemi sinni og að eftirlitsaðilar geti brugðist við tímanlega þegar fjárhagslegt heilbrigði starfsleyfisskyldra aðila er í hættu. Á meðal heimilda sem eftirlitsaðilar skulu hafa yfir að ráða í þessu tilliti eru heimild til að afturkalla starfsleyfi, beita aðila viðurlögum, t.d. í formi stjórnvaldssekta, hafa samráð við önnur stjórnvöld varðandi eftirlitið, setja fjármálafyrirtæki í slita- eða skilameðferð og að fara fram á að eftirlitsskyldur aðili grípi tímanlega til aðgerða til að takast á við áhættu í starfseminni eða rekstrarerfiðleika. Kveðið er á um þessi atriði í fyrstu kjarnareglu Basel-nefndarinnar um árangursríkt bankaeftirlit (e. Basel Committee on Banking Supervision – Core Principles for Effective Banking Supervision). Í 64. gr. tilskipunar 2013/36/ESB er áréttað að tryggt skuli að eftirlitsaðilar á EES-svæðinu hafi valdheimildir bankaregluverksins til að grípa inn í starfsemi fjármálafyrirtækis ef nauðsynlegt er, þ.m.t. valdheimildir á grundvelli 104. og 105. gr. sömu tilskipunar. Þessar valdheimildir koma m.a. fyrir í 86. gr. g laga um fjármálafyrirtæki og er í frumvarpinu lögð til breyting á henni til áréttingar á heimild til að bregðast við versnandi aðstæðum hjá viðkomandi fjármálafyrirtæki.

Setning eiginfjárauka.
    Sérstakir eiginfjáraukar voru fyrst kynntir í Basel III staðlinum og voru þeir teknir upp í evrópskan bankarétt með tilskipun 2013/36/ESB. Í henni eru fimm eiginfjáraukar skilgreindir, þ.e. verndunarauki, sveiflujöfnunarauki, eiginfjárauki vegna kerfisáhættu, eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og eiginfjárauki fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu. Allir eiginfjáraukarnir að undanskildum verndunarauka fela í sér heimildir fyrir eftirlitsstjórnvöld til að virkja þá við ákveðnar aðstæður eða í ákveðnum tilfellum. Verndunaraukinn er fastur og felur því í sér ákveðið eiginfjárálag ofan á lágmarks eigið fé og sérstaka eiginfjárkröfu Fjármálaeftirlitsins sem heimilt er að setja á grundvelli laga um fjármálafyrirtæki. Allir eiginfjáraukarnir hafa verið teknir upp í lög um fjármálafyrirtæki að undanskildum eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki á alþjóðavísu.
    Í lögum um fjármálafyrirtæki kemur fram að Fjármálaeftirlitinu er skylt að ákveða árlega eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki. Auk þess hefur stofnunin heimild til að ákveða eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og sveiflujöfnunarauka við ákveðnar aðstæður.
    Í framkvæmd hefur ákvæðum stjórnsýslulaga, nr. 37/1993, verið fylgt, eins og um stjórnvaldsákvörðun sé að ræða, þegar framangreindir eiginfjáraukar hafa verið ákvarðaðir. Eðli eiginfjáraukanna er hins vegar þannig að tilgangur þeirra er að bregðast við ákveðnum aðstæðum í fjármálakerfinu eða efnahagslífinu og eiga þeir því við um öll fjármálafyrirtæki eða hóp þeirra og er ekki beint að einstökum fyrirtækjum. Þá gera ákvæði tilskipunar 2013/36/ESB um eiginfjárauka ráð fyrir því að fjármálafyrirtæki geti þurft að viðhalda eiginfjárauka í öðru EES-ríki þrátt fyrir að umrætt ríki sé ekki heimaríki viðkomandi fjármálafyrirtækis og fjármálafyrirtæki hafi ekki starfsemi eða takmarkaða starfsemi í viðkomandi ríki. Sem dæmi um slíkt er þegar fjármálafyrirtæki á eignir í öðru EES-ríki sem fellur undir eiginfjárauka í ríkinu, t.d. útlán til aðila í viðkomandi ríki. Sú ráðstöfun að kveða á um eiginfjárauka er því meira þess eðlis að kalla á setningu stjórnvaldsfyrirmæla en töku stjórnvaldsákvörðunar. Með hliðsjón af framangreindu og til þess að tryggja jafnræði milli íslenskra og erlendra fjármálafyrirtækja er því æskilegt að þær skyldur sem leiðir af 86. gr. a – 86. gr. e laga um fjármálafyrirtæki komi fram í stjórnvaldsfyrirmælum enda tekur Fjármálaeftirlitið ekki ákvarðanir gagnvart erlendum fjármálafyrirtækjum sem eru með starfsleyfi í öðru ríki á EES-svæðinu og heyra undir eftirlit í því, nema í undantekningartilfellum. Beiting eiginfjárauka með setningu stjórnvaldsfyrirmæla er einnig í samræmi við það sem almennt gildir við framkvæmd sömu EES-reglna annars staðar á Norðurlöndum.

3. Meginefni frumvarpsins.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á alls 30 lögum. Um er að ræða breytingar á almennum lögum sem gilda um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, fjármálastöðugleika og kerfisáhættu og einnig breytingar á ýmsum sérlögum um ákveðin málefni á fjármálamarkaði. Loks eru lagðar til breytingar á nokkrum öðrum lögum þar sem Fjármálaeftirlitinu eru falin verkefni.

Breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, sem nauðsynlegar eru vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Breytingarnar taka mið af því skipulagi á starfsemi Seðlabanka Íslands sem lagt er til í frumvarpi forsætisráðherra til nýrra heildarlaga um bankann, sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi. Í því frumvarpi er gert ráð fyrir að Fjármálaeftirlitið verði ekki lengur starfrækt sem sérstök stofnun heldur muni verkefnin færast til Seðlabanka Íslands. Þá er jafnframt lagt til að ný nefnd, fjármálaeftirlitsnefnd, taki allar ákvarðanir í fjármálaeftirliti samkvæmt lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og öðrum lögum þar sem Fjármálaeftirlitinu eru falin verkefni. Jafnframt verði nefndinni heimilt að framselja vald sitt til töku ákvarðana í málum sem ekki eru meiri háttar til þess varaseðlabankastjóra sem fer með málefni fjármálaeftirlits.
    Með frumvarpinu er lögð til sú leið að störf hjá Fjármálaeftirlitinu verði ekki lögð niður heldur flutt til Seðlabanka Íslands með því að hann yfirtekur ráðningarsamninga. Er því lagt til að allir starfsmenn Fjármálaeftirlitsins haldi störfum sínum við flutninginn. Starfsmenn Fjármálaeftirlitsins sem eru í starfi við gildistöku laga þessara eiga því rétt á starfi hjá Seðlabanka Íslands auk þess sem kveðið er á um það að þeir skuli að auki halda óbreyttum launakjörum og aðild að stéttarfélagi ef þeir kjósa svo eftir flutninginn. Starfsmenn sem ráðnir verða eftir flutninginn féllu hins vegar undir kjarasamning starfsmanna Seðlabankans samkvæmt lögum nr. 34/1977, um kjarasamninga starfsmanna banka í eigu ríkisins. Samkvæmt 7. gr. laga nr. 70/1996, um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, skal auglýsa störf opinberlega samkvæmt reglum sem settar eru af fjármála- og efnahagsráðherra. Þar sem lagt er til að Seðlabankinn yfirtaki ráðningarsamninga starfsmanna Fjármálaeftirlitsins er gert ráð fyrir því að ákvæðið gildi ekki við þessa ráðstöfun starfa.
    Þrátt fyrir að störf hjá Fjármálaeftirlitinu verði ekki lögð niður verður embætti forstjóra Fjármálaeftirlitsins lagt niður og ráðherra veitt heimild til að flytja hann í nýtt embætti varaseðlabankastjóra hjá Seðlabanka Íslands.

Breytingar á lögum um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi.
    Í frumvarpinu eru lagðar til nauðsynlegar breytingar á ákvæðum laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, vegna sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Breytingunum er ætlað að gera það skýrt að eftirlitsgjaldið skuli áfram innheimt til að standa straum af kostnaði við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og að Seðlabankinn skuli í reikningshaldi sínu tryggja fjárhagslega aðgreiningu opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi frá annarri starfsemi bankans.

Breytingar á lögum um fjármálastöðugleikaráð.
    Í frumvarpinu eru lagðar til allnokkrar breytingar á lögum um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014. Með breyttri stofnanauppbyggingu, þ.e. því að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlit sameinist í eina stofnun, þykir rétt að fella brott ákvæði um kerfisáhættunefnd enda verða verkefni hennar að mestu falin nýrri nefnd, fjármálastöðugleikanefnd, innan Seðlabankans. Þá er lagt til að hlutverki og verkefnum Fjármálastöðugleikaráðs verði breytt nokkuð í tilefni af sömu skipulagsbreytingu. Með breytingunni er lagt til að fjármálastöðugleikaráð verði skipað tveimur einstaklingum, fjármála- og efnahagsráðherra og Seðlabankastjóra, í stað þriggja eins og nú er. Forstjóri Fjármálaeftirlitsins á einnig sæti í ráðinu samkvæmt núgildandi lögum, en eftir sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins og að teknu tilliti til breytts hlutverks ráðsins er ekki talið tilefni til að hafa fleiri en tvo aðila að því.
    Lagt er til að fjármálastöðugleikaráð verði áfram vettvangur samráðs og upplýsingaskipta þar sem stuðlað er að samhæfðum viðbrögðum við sérstakar aðstæður, en að ráðið muni hætta að beina tilmælum um aðgerðir til Fjármálaeftirlitsins eða eftir atvikum Seðlabanka Íslands. Í því nýja skipulagi sem lagt er til að gildi um starfsemi Seðlabanka Íslands eftir sameininguna munu ákvarðanir um beitingu þeirra stjórntækja Seðlabankans sem voru háð tilmælum fjármálastöðugleikaráðs áður verða verkefni fjármálastöðugleikanefndar. Óbreytt verður að sumar ákvarðanir verða háðar staðfestingu fjármála- og efnahagsráðherra og um þá lagaskyldu er fjallað í viðeigandi sérlögum. Við þessa breytingu mun fjármálastöðugleikráð fá það nýja verkefni að vakta efnahagslegt ójafnvægi og meta árangur af notkun sérstakra úrræða í þjóðhagsvarúðarskyni, svokölluðum þjóðhagsvarúðartækjum.

Breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki.
    Með sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins verða varfærniskröfur og annað varfærniseftirlit sem gildir um fjármálafyrirtæki allt á sömu hendi. Með frumvarpi þessu eru lagðar til breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki sem miða að því að koma eftirlitinu og varfærniskröfum fyrir á sama stað í lögum.
    Helstu breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki eru þessar:
     A.      Breytingar sem varða eftirlit með lausu fé og stöðugri fjármögnun.
              1.      Lagt er til að 2. mgr. 79. gr. og 2. mgr. 83. gr. laganna verði felldar brott en þær kveða á um skiptingu ábyrgðar á milli Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins hvað varðar eftirlit með lausu fé.
              2.      Lagt er til að kveðið verði á um skyldu fjármálafyrirtækja til að viðhalda lausu fé, þ.m.t. lausafjárhlutfalli og stöðugri fjármögnun í 83. gr. laganna. Jafnframt að Seðlabanka Íslands verði heimilt að setja reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun. Er þannig lagt til að ákvæði 12. gr. laga um Seðlabanka Íslands sem taka til lauss fjár og stöðugrar fjármögnunar færist í 83. gr. laganna með lítillega breyttu orðalagi til samræmis við núgildandi 83. gr. laganna og orðalag í 412. og 413. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013.
              3.      Lagt er til að við lögin bætist nýtt ákvæði um upplýsingaskyldu fjármálafyrirtækja vegna lauss fjár og stöðugrar fjármögnunar.
              4.      Lagðar eru til breytingar á 86. gr. g laganna sem miða að því að veita stofnunni sérstakar valdheimildir á grundvelli lausafjáreftirlits. Við útfærsluna var horft til k-liðar 1. mgr. 104. gr. og 105. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
              5.      Lagðar eru til breytingar á 117. gr. b laganna sem heimila Seðlabanka Íslands að taka upp tæknilega framkvæmdarstaðla og tæknilega eftirlitsstaðla Evrópusambandsins sem ná til lauss fjár og stöðugrar fjármögnunar fjármálafyrirtækja.
              6.      Lagðar eru til breytingar á 110. og 112. gr. b laganna sem kveða á um viðurlög vegna brots á ákvæði laganna um upplýsinga- og tilkynningarskyldu til Fjármálaeftirlitsins um laust fé og stöðuga fjármögnun.
     B.      Breytingar sem varða eiginfjárauka.
                  
Í frumvarpinu er lagt til að sú breyting verði gerð að við beitingu eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og sveiflujöfnunarauka verði sett stjórnvaldsfyrirmæli í stað þess að teknar séu um þá stjórnvaldsákvarðanir eins og nú er. Þá er lagt til það nýmæli að reglur um hærra gildi eiginfjárauka vegna kerfisáhættu en 3% af áhættugrunni skuli háðar staðfestingu ráðherra.
     C.      Aðrar breytingar.
                  Að öðru leyti er um að ræða breytingar sem leiðir af breyttu skipulagi fyrir Seðlabanka Íslands og breyttu hlutverki fjármálastöðugleikaráðs.
                  Í framangreindum breytingum felst ekki innleiðing á nýjum efnisreglum Evrópuréttar á þessu sviði heldur er í þeim horft til EES-réttar við tilfærslu á ákvæðunum úr lögum um Seðlabanka Íslands yfir í lög um fjármálafyrirtæki.

Breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda.
    Lagðar eru til breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda sem nauðsynlegar eru vegna annarra breytinga sem lagðar eru til í frumvarpinu. Viðeigandi vísunum til reglusetningarheimildar Fjármálaeftirlitsins er breytt í Seðlabanka Íslands og lagðar eru til breytingar sem taka mið af breyttu hlutverki fjármálastöðugleikaráðs. Í gildandi lögum er Fjármálaeftirlitinu heimilt, að fengnu áliti fjármálastöðugleikaráðs, að setja reglur um annars vegar hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána og hins vegar hámark heildarfjárhæðar fasteignaláns eða greiðslubyrðar þess í hlutfalli við tekjur neytanda. Í frumvarpinu er lagt til að Seðlabanka Íslands verði heimilt að setja reglur um sama efni að fenginni staðfestingu ráðherra og að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar.

Breytingar á lögum um gjaldeyrismál.
    Í frumvarpinu eru lagðar til þrenns konar breytingar á lögum um gjaldeyrismál. Í fyrsta lagi er lagt til að heimild til að setja lánastofnunum reglur um útlán tengd erlendum gjaldmiðlum til aðila sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu færist úr lögum um Seðlabanka Íslands í lög um gjaldeyrismál. Reglurnar verða samkvæmt gildandi lögum aðeins settar að fengnu áliti fjármálastöðugleikaráðs, en með tilliti til breytts hlutverks þess samkvæmt frumvarpinu er nú gert ráð fyrir að staðfestingu ráðherra þurfi til. Í öðru lagi er lagt til að ákvæði nýrra laga um Seðlabanka Íslands muni gilda um þagnarskyldu þeirra sem annast framkvæmd laganna. Í þriðja lagi eru felld brott ákvæði sem fjalla um samskipti Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, sem munu ekki eiga við í kjölfar sameiningar stofnananna.

Breytingar á öðrum lögum.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á ýmsum öðrum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins í eina stofnun sem mun bera heitið Seðlabanki Íslands. Breytingarnar eru þrenns konar.
    Í fyrsta lagi er heimildum og skyldum Fjármálaeftirlitsins til að setja reglur á grundvelli nánar tiltekinna ákvæða viðkomandi laga breytt í heimildir og skyldur Seðlabanka Íslands.
    Í öðru lagi er lagt til að orðalag um að ákvarðanir um stjórnvaldssektir skuli teknar af stjórn Fjármálaeftirlitsins verði fellt út enda er ekki gert ráð fyrir stjórninni í nýju skipulagi. Í nýju stofnanafyrirkomulagi er gert ráð fyrir að fjármálaeftirlitsnefnd taki þær ákvarðanir sem stjórn Fjármálaeftirlitsins tekur nú.
    Í þriðja lagi eru felld út ákvæði sem fjalla um samráð eða samskipti Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins enda verður slíkt óþarft þegar um eina og sömu stofnun verður að ræða.
    Í fjórða lagi eru ákvæði um þagnarskyldu starfsmanna Seðlabankans samræmd þannig að ekki er fjallað um hana sérstaklega í viðkomandi lögum heldur vísað til þess að um hana sé fjallað í lögum um Seðlabanka Íslands.
    Á meðal þeirra laga sem fjallað er um hér að ofan eru þrenn lög sem eru á forræði annarra ráðuneyta en fjármála- og efnahagsráðuneytisins: Innheimtulög, nr. 95/2008, sem eru á forræði atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins, lög um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, sem eru á forræði dómsmálaráðuneytisins og lög um húsnæðismál, nr. 44/1998, sem eru á forræði félags- og barnamálaráðuneytisins.

4. Samræmi við stjórnarskrá og alþjóðlegar skuldbindingar.
    Í frumvarpinu felast eingöngu þær breytingar á löggjöf á fjármálamarkaði sem nauðsynlegar eru vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, breytts hlutverks fjármálastöðugleikaráðs og brottfalls ákvæða um kerfisáhættunefnd. Í því er jafnframt lögð til sú breyting að ákvæði um eftirlit með lausu fé og stöðugri fjármögnun verði færð til í löggjöf, úr lögum um Seðlabanka Íslands yfir í lög um fjármálafyrirtæki. Breytingarnar skýra eftirlitsumgjörðina og renna styrkari stoðum undir heimildir til inngripa ef lausafjárstaða er ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru.
    Í frumvarpinu eru lagðar til breytingar á fjölmörgum lögum sem innleiða efni tilskipana og reglugerða sem Ísland er skuldbundið til að taka upp í íslensk lög á grundvelli EES-samningsins. Þess var sérstaklega gætt við samningu frumvarpsins að raska ekki innleiðingu á þessum Evrópureglum. Við útfærsluna á ákvæðum um eftirlit með lausu fé og stöðugri fjármögnun var litið til Evrópureglna en ekki er þó um eiginlega innleiðingu á þeim að ræða í frumvarpinu.
    Efni frumvarpsins gefur ekki tilefni til að ætla að það stangist á við stjórnarskrá.

5. Samráð.
    Eins og fram kemur í inngangi er frumvarpið samið í samstarfi við forsætisráðuneytið, Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitið. Við undirbúning þess voru áform um nýtt skipulag fyrir Seðlabanka Íslands eftir sameiningu bankans við Fjármálaeftirlitið kynnt fyrir ýmsum aðilum af verkefnisstjórninni sem skipuð var til vinna drög að lagafrumvörpum um sameininguna. Voru áformin m.a. kynnt á sameiginlegum fundi peningastefnunefndar og kerfisáhættunefndar og fyrir stjórn Fjármálaeftirlitsins í desember 2018. Þá voru áformin kynnt fyrir efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis og fyrir samráðsnefnd eftirlitsskyldra aðila í janúar 2019.
    Forsætisráðuneytið og fjármála- og efnahagsráðuneytið kynntu sameiginlega áform um sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins innan Stjórnarráðsins í desember 2018 en ekki bárust athugasemdir á þeim vettvangi. Áformin voru birt almenningi í samráðsgátt stjórnvalda 17. janúar 2019. Tvær umsagnir bárust, frá Samtökum atvinnulífsins og Hagsmunasamtökum heimilanna. Að auki barst verkefnisstjórninni umsögn frá Samtökum fjármálafyrirtækja. Í umsögn Samtaka atvinnulífsins kemur m.a. fram að samtökin telji ekki æskilegt að Seðlabankinn fari með eftirlitshlutverk á fjármálamarkaði. Nærtækara væri að sameina þann þátt öðrum stofnunum en Seðlabankanum en að verkefni Fjármálaeftirlitsins sem varða þjóðhagsvarúð og varúðareftirlit með bönkum ætti að færa til Seðlabankans. Þá hvetja samtökin til þess að nýtt verði þau tækifæri sem skapast til hagræðingar við sameininguna. Í umsögn Hagsmunasamtaka heimilanna kemur fram að þau leggist ekki gegn áformum um sameininguna en að þau leggi til að þau verkefni Fjármálaeftirlitsins sem varða neytendavernd flyttust frekar til Neytendastofu. Í umsögn samtaka fjármálafyrirtækja er tekið undir athugasemdir sem fram koma í umsögn Samtaka atvinnulífsins og m.a. bent á mikilvægi þess að tækifæri til hagræðingar verði nýtt og að ábyrgðar- og stjórnunarferli innan Seðlabankans verði endurskoðuð og styrkt. Þá leggja samtökin á það áherslu að komið verði á fót málskotsnefnd, í líkingu við þá er starfaði áður, sem fjármálafyrirtæki geti skotið til ágreiningsmálum. Að öðru leyti varða athugasemdir í framkomnum umsögnum efni þessa frumvarps óbeint en um þær er einnig fjallað í frumvarpi til laga um Seðlabanka Íslands.
    Verkefnisstjórnin hefur frá upphafi vinnu við undirbúning sameiningarinnar gengið út frá þeirri forsendu að eftirlitsstarfsemi Fjármálaeftirlitsins á fjármálamarkaði verði flutt til í heild sinni inn í sameinaða stofnun. Fyrir því eru ýmis veigamikil rök og vegur þar m.a. þungt hvers eðlis þær breytingar eru sem hafa verið gerðar á umgjörð fjármálamarkaðar hér á landi á undanförnum árum. Margar þessara breytinga eru bein afleiðing af heildarendurskoðun Evrópusambandsins á allri eftirlits- og lagaumgjörð á fjármálamarkaði eftir fjármálaáfallið 2008. Fyrir alla markaði var m.a. haft að leiðarljósi við endurskoðunina að stuðla að heilbrigðari rekstri fyrirtækja og aukinni neytendavernd. Hluti af þessari heildarendurskoðun var stofnun þriggja nýrra evrópskra eftirlitsstofnana á fjármálamarkaði, einnar fyrir hvert svið, Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar (EBA), Evrópsku verðbréfamarkaðseftirlitsstofnunarinnar (ESMA) og Evrópsku vátrygginga- og lífeyrissjóðaeftirlitsstofnunarinnar (EIOPA). Þessu nýja reglu- og stofnanaumhverfi er m.a. ætlað að mæta yfirstandandi og fyrirsjáanlegum breytingum á fjármálamarkaði vegna þeirra fjölmörgu tækifæra og áskoranna sem fylgja sífelldum tækninýjungum og þeim breytingum sem þær er líklegar til að hafa á starfsemi fjármálafyrirtækja og þróun áhættu í fjármálakerfinu. Við sameininguna er jafnframt horft til umsvifa lífeyrissjóða á fjármálamarkaði og þess að þeir sæta eftirliti Fjármálaeftirlitsins. Að öðru leyti er um þetta efni vísað til umfjöllunar í frumvarpi til nýrra laga um Seðlabanka Íslands.
    Hvað hagræðingu varðar má ganga út frá því að ýmis tækifæri skapist í sameinaðri stofnun. Meðal annars ætti slíks að geta gætt fljótlega hvað varðar ýmis gagnaskil frá eftirlitsskyldum aðilum.
    Varðandi ábendingu um málskotsnefnd er áréttað að í þessu frumvarpi eru einungis lagðar til breytingar á lögum sem taldar eru nauðsynlegar vegna sameiningarinnar. Fyrir liggur að á komandi árum mun bæði þurfa að taka til endurskoðunar ýmis atriði í starfsemi stofnunarinnar og auk þess innleiða mikið af Evrópulöggjöf á fjármálamarkaði. Af þeim sökum er ekki lagt til í þessu frumvarpi að sett verði á fót sérstök úrskurðarnefnd vegna ákvarðana bankans. Ákvörðun um að setja á fót slíka nefnd myndi kalla á nokkurn undirbúning, m.a. varðandi afmörkun á því hvert gildissvið úrskurðarvalds slíkrar nefndar ætti að vera og hvernig ætti að standa straum af kostnaði við rekstur hennar.
    Hinn 12. september 2018 birti fjármála- og efnahagsráðuneytið í samráðsgátt stjórnvalda áform um breytingar á ákvæðum um beitingu eiginfjárauka í lögum um fjármálafyrirtæki. Meðal þess sem kynnt var voru áform um að sett yrðu stjórnvaldsfyrirmæli um beitingu aukanna í stað þess að tekin yrði um þá stjórnvaldsákvörðun. Frestur til að senda inn umsagnir vegna áformanna var tvær vikur en engin umsögn barst.
    Við vinnslu frumvarpsins var haft samráð við önnur ráðuneyti eftir því sem tilefni var til vegna breytinga á lögum sem ekki eru á forræði fjármála- og efnahagsráðuneytisins. Um var að ræða atvinnu- og nýsköpunarráðuneytið vegna innheimtulaga, nr. 95/2008, dómsmálaráðuneytið vegna laga um aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka, nr. 140/2018, og félagsmálaráðuneytið vegna laga um húsnæðismál, nr. 44/1998. Ráðuneytin gerðu ekki athugasemdir við breytingar sem lagðar eru til á þeim lögum sem um ræðir.
    Drög að frumvarpinu voru birt í samráðsgátt stjórnvalda samhliða birtingu á drögum að frumvarpi forsætisráðherra til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands. Drögin voru birt 7. mars 2019 og frestur til að skila umsögnum við bæði frumvörpin var veittur til 18. mars. Alls bárust sjö umsagnir um frumvarp til laga um Seðlabanka Íslands og voru þær frá Ásgeiri Brynjari Torfasyni lektor, Hagstofu Íslands, Kauphöll Íslands, Rafmyntaráði Íslands, Samtökum fjármálafyrirtækja, Samtökum atvinnulífsins og Viðskiptaráði Íslands. Þær athugasemdir sem fram komu í umsögnunum varða ekki efni þessa frumvarps beint heldur lúta þær í meginatriðum að fyrirkomulaginu í sameinaðri stofnun sem fjallað er um í frumvarpi forsætisráðherra. Vísað er til umfjöllunar um viðbrögð við athugasemdunum í 5. kafla greinargerðar með því frumvarpi.

6. Mat á áhrifum.
    Áhrifin af samþykkt þessa frumvarps eru nátengd áhrifum af þeirri meginbreytingu að Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið verða sameinuð í eina stofnun. Hlutverk sameinaðrar stofnunar mun, fyrir utan hefðbundna seðlabankastarfsemi, svo sem varðveislu gjaldeyrisforða, útgáfu seðla og myntar, starfrækslu greiðslukerfa o.s.frv., skiptast í þrjár meginstoðir: a) peningastefnu, b) fjármálastöðugleika og c) fjármálaeftirlit. Sérstakar nefndir, skipaðar bankastjórum og utanaðkomandi sérfræðingum, munu í hverri stoð fyrir sig taka ákvarðanir um beitingu stjórntækja bankans og meiri háttar ákvarðanir í fjármálaeftirliti.
    Áhrifin af breyttu hlutverki fjármálastöðugleikaráðs verða fyrst og fremst þau að ráðið gefur ekki lengur út tilmæli eða álit um beitingu Seðlabanka Íslands eða Fjármálaeftirlitsins á þjóðhagsvarúðartækjum. Fjármálastöðugleikaráð mun eftir sem áður funda að lágmarki þrisvar sinnum á ári og vera hýst í fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Fjölskipuð nefnd Seðlabankans, fjármálastöðugleikanefnd, mun fjalla um beitingu tækjanna, í ákveðnum tilfellum að fenginni staðfestingu ráðherra.
    Þegar kerfisáhættunefnd hefur verið lögð niður verður verkefnum hennar sinnt af Seðlabankanum, þ.m.t. fjármálastöðugleikanefnd. Af því leiðir að ráðið mun þá byggja starf sitt að meginstefnu til á vinnu Seðlabankans í stað kerfisháhættunefndar áður. Í starfi Seðlabankans þarf að tryggja að efni sem varðar starf fjármálastöðugleikaráðsins berist ráðinu reglubundið. Ráðuneytisstjóri, eða tilnefndur embættismaður ráðuneytisins, mun eiga sæti á fundum fjármálastöðugleikanefndar líkt og verið hefur með kerfisáhættunefnd.
    Tilfærslu á verkefnum kerfisáhættunefndar til Seðlabankans er ætlað að einfalda boðleiðir og ákvarðanatöku vegna fjármálastöðugleika og auka samlegð og samþættingu milli eindar- og þjóðhagsvarúðar. Hingað til hafa ákvarðanir um þjóðhagsvarúðartæki verið bæði í höndum Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Tilmæli og álit um þjóðhagsvarúðartæki hafa verið undirbúin í kerfishættunefnd og þau svo yfirfarin og eftir atvikum samþykkt í fjármálastöðugleikaráði. Formleg ákvörðun og stjórnsýsluleg meðferð málanna hefur svo verið í höndum Fjármálaeftirlitsins. Af þessu leiðir að ferlið frá undirbúningi til ákvörðunar getur verið langt. Á hinn bóginn getur slíkt ferli leitt til skoðanaskipta og aðkomu ólíkra sjónarmiða með jákvæðum áhrifum á þjóðhagslega mikilvægar ákvarðanir sem þessar.
    Í frumvarpinu er að finna fjölda breytinga á ákvæðum þar sem kveðið er á um samstarf eða upplýsingaskipti milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands. Með sameiningunni má ætla að slíkt samstarf og upplýsingaskipti verði meira samofin starfseminni líkt og tíðkast í stofnunum almennt. Líkur eru á að með þessu verði boðleiðir styttar og vafamál um trúnað komi ekki upp.
    Í frumvarpinu er ekki gert ráð fyrir breyttu fyrirkomulagi á fjármögnun fjármálaeftirlits og er þannig gert ráð fyrir að óbreytt verði að sá kostnaður borinn af eftirlitsskyldum aðilum. Ekki er gert ráð fyrir breytingum á eftirlitsgjaldi til Fjármálaeftirlitsins fyrir árin 2019 og 2020 en þegar til lengri tíma er litið eru vonir bundnar við að hagræðis fari að gæta varðandi núverandi verkefni með rekstri sameiginlegra innviða. Þegar sameiningin hefur að fullu komið til framkvæmda má reikna með auknu hagræði, svo sem við gagnskil eftirlitsskyldra aðila. Ekki er gert ráð fyrir að sameining stofnananna hafi bein fjárhagsleg áhrif á ríkissjóð.
    Frumvarpið hefur lítil áhrif á fyrirtækjaeftirlit enda er gert ráð fyrir nær óbreyttum efnisreglum um fjármálaeftirlit. Þó er gert ráð fyrir breytingum á lögum um fjármálafyrirtæki sem er ætlað að skýra eftirlitsumgjörðina og renna styrkari stoðum undir heimildir til inngripa ef lausafjárstaða er ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru. Breytingarnar hafa m.a. í för með sér að í stað þess að Seðlabankinn geti beitt lánastofnanir sem hlíta ekki reglum um laust fé dagsektum á grundvelli 2. mgr. 37. gr. laga um Seðlabanka Íslands mun bankinn geta krafist úrbóta og lagt á dagsektir eða févíti skv. 10. og 11. gr. laga um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi og gripið til ýmissa valdheimilda samkvæmt 86. gr. g laga um fjármálafyrirtæki.
    Þá er lögð til sú breyting að í stað þess að teknar verði stjórnvaldsákvarðanir um eiginfjárauka muni verða sett um þá stjórnvaldsfyrirmæli. Það hefur í för með sér að reglur stjórnsýslulaga um málsmeðferð, svo sem um rétt aðila til andmæla, munu ekki gilda í aðdraganda setningar reglnanna. Breytingin er þó ekki talin líkleg til að hafa mikil áhrif á fjármálafyrirtæki enda hafa ákvarðanir um beitingu eiginfjárauka í öllum tilvikum verið þær sömu fyrir alla aðila sem í hlut eiga og andmæli vegna beitingar þeirra hafa ekki leitt til breytinga.

Um einstakar greinar frumvarpsins.

Um I. kafla.

    Í kaflanum eru lagðar til breytingar á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, sem nauðsynlegar eru vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Breytingarnar taka mið af því skipulagi á starfsemi Seðlabanka Íslands sem lagt er til í frumvarpi forsætisráðherra til nýrra heildarlaga um bankann, sem lagt er fram samhliða þessu frumvarpi. Sjá nánari umfjöllun í 3. kafla greinargerðarinnar.

Um 1. gr.

    Í greininni er lagt til að markmiðsákvæði laganna verði breytt þannig að í stað 1. mgr. 1. gr. laganna komi tvær nýjar málsgreinar. Nýja orðalagið tekur mið af breyttum áherslum í fjármálaeftirliti sem m.a. felast í því að, með tilliti til almannahagsmuna, þurfi að leggja áherslu á að við eftirlitið eigi að horfa til fleiri atriða en þess að starfsemin sé í samræmi við lög og reglur. Starfsemin þurfi þannig að vera í samræmi við heilbrigða og eðlilega viðskiptahætti og taka mið af neytendavernd. Þá er er mikilvægt að hafa að leiðarljósi að opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi stuðli að fjármálastöðugleika og dragi úr líkum á að starfsemi eftirlitsskyldra aðila leiði til tjóns fyrir almenning. Loks er áréttað að heilbrigður og traustur rekstur er ávallt á ábyrgð stjórnenda þeirra fyrirtækja sem um ræðir.

Um 2.–3. gr.

    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 2. og 3. gr. laganna í samræmi við það skipulag sem lagt er til í frumvarpi til nýrra laga um Seðlabanka Íslands. Þannig eru ákvæði um verkefni stjórnar felld brott þar sem ekki er gert ráð fyrir að sérstök stjórn verði yfir Fjármálaeftirlitinu. Nýjum aðila, fjármálaeftirlitsnefnd, er hins vegar falið að taka þær ákvarðanir sem varða eftirlit með fjármálastarfsemi.

Um 4. gr.

    Í greininni er lagt til að 4., 5. og 6. gr. laganna sem fjalla um stjórn Fjármálaeftirlitsins, forstjóra, starfsmenn og hæfi falli brott þar sem þær munu ekki eiga við lengur verði frumvarp til nýrra laga um Seðlabanka Íslands að lögum.

Um 5. gr.

    Í greininni er lögð til breyting til samræmis við nýtt skipulag Seðlabanka Íslands. Sjá nánar skýringar við 2.–4. gr.

Um 6. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 11. gr. laganna, sem fjallar um févíti og dagsektir. Breytingarnar eru í samræmi við nýtt skipulag Seðlabanka Íslands.

Um 7. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 13. gr. laganna, sem fjallar um þagnarskyldu, á þá vegu að um þagnarskyldu þeirra sem annast framkvæmd laganna fari samkvæmt þagnarskylduákvæðum í lögum um Seðlabanka Íslands.

Um 8. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 14. gr. laganna, sem fjallar um samskipti við eftirlitsstjórnvöld, til samræmis við aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Um 9. gr.

    Í greininni er lagt til að 15. gr. laganna, sem fjallar um samskipti Fjármálaeftirlitsins við Seðlabanka Íslands, falli brott enda mun verða um eina og sömu stofnun að ræða eftir gildistöku laganna.

Um 10. gr.

    Í greininni er lagt til að fyrirsögn IV. kafla breytist til samræmis við þá breytingu sem lögð er til í 9. gr., þ.e. að 15. gr. laganna um samskipti Fjármálaeftirlitsins við Seðlabanka Íslands falli brott.

Um 11. gr.

    Í greininni er lagt til að 16. gr. laganna, sem fjallar um sérstaka skýrslugjöf Fjármálaeftirlitsins til ráðherra og sérstaka skýrslugjöf ráðherra til Alþingis, verði felld brott. Ekki er talið tilefni til að viðhalda sérstakri lögbundinni skýrslugjöf af þessu tagi um starfsemi sem er hluti af Seðlabankanum heldur er kveðið á um skýrslugjöf bankans í lögum um Seðlabanka Íslands.

Um 12. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 19. gr. laganna, sem fjallar um skyldu ráðherra til að kveða nánar á um starfsemi Fjármálaeftirlitsins í reglugerð. Lögð er til orðalagsbreyting sem gerir það skýrara að gildissvið reglugerðarinnar afmarkast við lögin. Jafnframt er lagt til að um heimild, en ekki skyldu, ráðherra verði að ræða. Ekki er talið nauðsynlegt að skylda ráðherra til að setja reglugerð um þetta efni, en æskilegt er að hann hafi til þess heimild. Nú er ekki í gildi almenn reglugerð um starfsemi Fjármálaeftirlitsins heldur aðeins um ákvörðun og innheimtu dagsekta.

Um 13. gr.

    Í greininni er lagt til að úr 21. gr. laganna, sem fjallar um gildistöku, verði fjarlægður texti sem á ekki lengur við.

Um 14. gr.

    Í greininni er lagt til að í stað gildandi ákvæðis til bráðabirgða, sem á ekki lengur við, komi nýtt ákvæði til bráðabirgða um réttindi starfsmanna Fjármálaeftirlitsins við sameiningu stofnananna tveggja og um heimild ráðherra til að flytja forstjóra Fjármálaeftirlitsins í nýtt embætti varaseðlabankastjóra fjármálaeftirlits. Sjá nánari umfjöllun í 3. kafla.

Um II. kafla.

    Í kaflanum er fjallað um breytingar sem nauðsynlegar eru á ákvæðum laga um greiðslu kostnaðar við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 99/1999, vegna sameiningar Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins. Eftir sameininguna verður sú staða uppi að Seðlabankinn, sem er ríkisaðili í C-hluta ríkissjóðs, mun fá fjárveitingar úr A-hluta ríkissjóðs. Eftirlitsgjaldið sem standa mun undir kostnaði við opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi telst skattur og Alþingi ákvarðar hlutfall einstakra liða gjaldsins með lögum sem samþykkt eru samhliða á fjárlögum hvers árs.

Um 15. gr.

    Í greininni eru lagðar til tvær breytingar á 1. gr. laganna. Í fyrsta lagi er lagt til að vísun til Fjármálaeftirlitsins verði breytt í Seðlabanka Íslands og í öðru lagi að skýrt verði tekið fram að Seðlabankinn skuli í reikningshaldi sínu tryggja fjárhagslega aðgreiningu opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi frá annarri starfsemi bankans og jafnframt að tekjur vegna fjármálaeftirlits skuli einungis nýttar til fjármögnunar opinbers eftirlits með fjármálastarfsemi. Krafa um fjárhagslega aðgreiningu á við um allar tekjur vegna fjármálaeftirlits, bæði almennar og sértækar.

Um 16. gr.

    Í greininni eru lagðar til nokkrar breytingar á 2. gr. laganna til samræmis við aðrar breytingar sem að felast í II. kafla frumvarpsins.

Um 17. gr.

    Í greininni er lagt til að 2. mgr. 3. gr. laganna falli brott. Ákvæðinu var bætt við lögin árið 2006 vegna þess að litið var svo á að Fjármálaeftirlitinu væri ekki heimilt að mynda skuld við Seðlabankann á viðskiptareikningi sínum og því væri þörf fyrir heimild fyrir eftirlitið til að halda varasjóð til að mæta ófyrirséðum kostnaði. Með sameiningu Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins mun ákvæðið ekki lengur eiga við.

Um 18.–21. gr.

    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 4., 6., 7. og 8. gr. laganna til samræmis við aðrar tillögur frumvarpsins.

Um 22. gr.

    Í greininni er lagt til að ákvæði til bráðabirgða falli brott þar sem það á ekki lengur við.

Um III. kafla.

    Í kaflanum er fjallað um breytingar á lögum um fjármálastöðugleikaráð, nr. 66/2014. Með breyttri stofnanauppbyggingu, þ.e. því að Seðlabankinn og Fjármálaeftirlit sameinist í eina stofnun, þykir rétt að fella brott ákvæði um kerfisáhættunefnd enda verða verkefni hennar að mestu falin fjármálastöðugleikanefnd Seðlabankans. Þá er lagt til að hlutverki og verkefnum fjármálastöðugleikaráðs verði breytt nokkuð í tilefni af sömu skipulagsbreytingu. Sjá nánari umfjöllun í 2. og 3. kafla.

Um 23. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 1. gr. laganna, sem fjallar um markmið. Breytingarnar eru í samræmi við breytingar á öðrum greinum laganna. Lagt er til að tekið verði sérstaklega fram að markmið laganna verði að tryggja reglulegt samráð og upplýsingaskipti milli ráðherra og Seðlabanka Íslands í því skyni að efla og varðveita fjármálastöðugleika í almannaþágu. Ekki er talin ástæða til að halda inni ákvæði þess efnis að markmið nefndarinnar sé að auka viðnámsþrótt fjármálakerfisins, enda má segja að það felist þegar í því að varðveita fjármálastöðugleika. Lagt er til að við greinina bætist að markmið nefndarinnar sé að stuðla að samhæfðum viðbrögðum við sérstakar aðstæður. Það er eitt af verkefnum ráðsins samkvæmt núgildandi 6. gr. laganna og því lýsandi að það komi fram í markmiðsákvæði þeirra.

Um 24. gr.

    Í greininni er lagt til að nokkrar skilgreiningar í 2. gr. laganna, þ.e. á hugtökunum aðildarstofnanir fjármálastöðugleikaráðs, eindaeftirlit, fjármálamarkaði, innviðir og þjóðhagsvarúð, falli brott þar sem þær verða óþarfar með þeim breytingum sem lagðar eru til með öðrum ákvæðum frumvarpsins, m.a. brottfalli ýmissa ákvæða.
    Þá er lögð til breyting á skilgreiningu 3. tölul. á hugtakinu fjármálakerfi. Lagt er til að í stað þess að hugtakið innviðir sé notað þá sé skýrt að þar undir falli kerfislega þýðingarmikil greiðslu- og uppgjörskerfi og Seðlabanki Íslands.

Um 25. gr.

    Í greininni eru lagðar til nokkrar breytingar á 3. gr. laganna, sem fjallar um hlutverk og skipan fjármálastöðugleikaráðs, sem endurspegla þá breyttu skipan nefndarinnar að í henni muni aðeins sitja ráðherra og Seðlabankastjóri. Í greininni er m.a. lagt til að Seðlabankinn hafi þá skyldu að miðla upplýsingum til fjármálastöðugleikaráðs. Um er að ræða upplýsingar sem bankinn býr yfir hverju sinni og ráðið telur nauðsynlegt til að sinna hlutverki sínu. Eftir að kerfisáhættunefnd hefur verið lögð niður mun sú greiningarvinna sem fram fór vegna verkefna hennar fara fram innan Seðlabankans. Fjármálastöðugleikaráð hefur að miklu leyti byggt á þessari vinnu og er gert er ráð fyrir að samfella verði í upplýsingaflæði til ráðsins þótt nefndin hafi verið lögð niður, þ.e. að helstu niðurstöðum á vettvangi Seðlabankans og fjármálastöðugleikanefndar verði miðlað til fjármálastöðugleikaráðs bæði á fundum ráðsins og eftir því sem tilefni verður til með tilliti til breytts hlutverks ráðsins.

Um 26. gr.

    Í greininni eru lagðar til nokkrar breytingar á 4. gr. laganna, sem fjallar um almenn verkefni fjármálastöðugleikaráðs.
    Um a-lið.
    Lagt er til að í stað þess að vísað verði til þess að fjármálastöðugleikaráð samhæfi viðbúnað opinberra aðila við fjármálakreppu sé vísað til þess að ráðið geri slíkt þegar fjármálastöðugleika er ógnað sem þykir samrýmast betur þeim markmiðum og verkefnum ráðsins sem lögð eru til í frumvarpinu.
    Um b-lið.
    Lögð er til breyting þess efnis að í stað þess að fjármálastöðugleikaráði sé falið að meta efnahagslegt ójafnvægi, áhættu í fjármálakerfinu, óæskilega hvata og aðrar aðstæður sem eru líklegar til að ógna fjármálastöðugleika verði því falið að vakta slíkar aðstæður, enda samræmist slíkt betur hlutverki nefndarinnar með tilliti til þeirra breytinga lagðar eru til í frumvarpinu.
    Um c-lið.
    Lagt er til að fjármálastöðugleikaráði verið falið að meta árangur af þjóðhagsvarúðartækjum, í stað þess að skilgreina aðgerðir sem taldar eru nauðsynlegar á hverjum tíma til að hafa áhrif á fjármálakerfið í þeim tilgangi að efla og varðveita fjármálastöðugleika.
    Um d-lið.
    Lagt er til að fjármálastöðugleikaráði verði ekki lengur falið að staðfesta skilgreiningar á kerfislega mikilvægum eftirlitsskyldum aðilum, innviðum og mörkuðum sem eru þess eðlis að starfsemi þeirra getur haft áhrif á fjármálastöðugleika. Ákvörðun um þetta verður meðal verkefna Seðlabanka Íslands samkvæmt nýju skipulagi.
    Um e-lið.
    Lagt er til að í stað orðsins kerfisáhættunefnd komi Seðlabanki Íslands þar sem lagt er til í frumvarpinu að kerfisáhættunefnd verði lögð niður.

Um 27. gr.

    Í greininni er lagt til að 5. gr. laganna, sem fjallar um tilmæli, falli brott.

Um 28. gr.

    Í greininni eru lagðar til nokkrar breytingar á 6. gr. laganna, sem fjalla um sérstakar aðstæður.
    Í a-lið er lagt til að felldur verði út ákvæði um að fjármálastöðugleikaráð sé formlegur samráðsvettvangur stjórnvalda, enda er lagt til að ákvæði þar um verði bætt við markmiðsákvæði laganna skv. 23. gr. Jafnframt er lögð til orðalagsbreyting þess efnis að notast verið við orðalagið „þegar fjármálastöðugleika er ógnað“ í stað orðsins „fjármálakreppa“. Í orðalaginu „þegar fjármálstöðugleika er ógnað“ felast bæði aðstæður sem hafa raungerst og aðstæður sem gætu komið til. Það kemur því í stað orðalagsins „þegar fjármálakreppa telst yfirvofandi eða skollin á“ en gengur nokkuð lengra þar sem fjármálastöðugleika kann að vera ógnað áður en kreppa er yfirvofandi. Þá er lagt til að ráðið eigi einnig að koma saman þegar hætta er á atburðum sem geta valdið umtalsverðum smitáhrifum eða tjóni á fjármálamörkuðum án þess að fjármálastöðugleika sé ógnað. Að lokum er lagt til að lögð verði sú skylda á Seðlabanka Íslands að upplýsa ráðherra, án tafar, telji hann að þær aðstæður sem lýst er í ákvæðinu hafi skapast. Þessi breyting er talin nauðsynleg svo ráðherra geti sinnt þeirri frumkvæðisskyldu sinni, sem formaður fjármálastöðugleikaráðs, að boða til fundar við sérstakar aðstæður og grípa til annarra viðeigandi ráðstafana.
    Í b-lið er lagt til að felld verði út vísun til þess að fjármálstöðugleikaráði sé falið að skilgreina það viðbúnaðarstig sem við á. Í regluumhverfi á þessu sviði er að finna ýmis úrræði til að grípa til viðeigandi aðgerða og ráðstafana en ekki hafa verið skilgreind sérstök viðbúnaðarstig í þeim efnum og því þykir rétt að fella þau ákvæði brott.
    Í c-lið er lögð til orðalagsbreyting til einföldunar á málsgreininni. Áfram er gengið út frá því að fjármálastöðugleikaráðið skulu upplýsa efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis um helstu aðgerðir og ráðstafanir sem nauðsynlegt er talið að grípa til vegna sérstakra aðstæðna.

Um 29. gr.

    Í greininni er lagt til að III. kafli laganna, 7. og 8. gr., sem fjallar um kerfisáhættunefnd, falli brott.

Um 30. gr.

    Í greininni eru lagðar til nokkrar breytingar á 9. gr. laganna, sem fjallar um gagnaöflun og þagnarskyldu.
    Í fyrsta lagi eru lagaðar til breytingar á 1. og 3. mgr. sem helgast af því að Fjármálaeftirlitið verður ekki lengur til sem sérstök stofnun og að lagt er til að kerfisáhættunefnd verði lögð niður.
    Í öðru lagi eru lagðar til breytingar á orðalagi 2. mgr. um þagnarskyldu til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til á lögum um opinbert eftirlit með fjármálastarfsemi, nr. 87/1998, lögum um gjaldeyrismál, nr. 18/1992, og lögum um meðferð krónueigna sem háðar eru sérstökum takmörkunum, nr. 37/2016, sbr. 7., 62. og 91. gr.

Um 31. gr.

    Í greininni eru lagðar til nokkrar breytingar á 10. gr. laganna, sem fjallar um gagnsæi. Í fyrsta lagi eru lagðar til breytingar sem taka mið af því að lagt er til að kerfisáhættunefnd verði lögð niður. Í öðru lagi er lagt til að fjármálastöðugleikaráði verði ekki gert skylt, líkt og nú er, að greina frá meginefni funda sinna næsta dag eftir að fundur er haldinn, heldur eingöngu birta fundargerðir sínar opinberlega innan mánaðar frá því að fundur er haldinn.

Um 32. gr.

    Í greininni er lagt til að vísanir til kerfisáhættunefndar verði fjarlægðar úr 11. gr. laganna.

Um IV. kafla.

    Í kaflanum er fjallað um breytingar á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002. Í kaflanum er m.a. lagt til að við beitingu eiginfjárauka verði sett stjórnvaldsfyrirmæli í stað stjórnvaldsákvarðana líkt og nú er. Ákvarðanir um eiginfjárauka sem Fjármálaeftirlitið hefur tekið gilda þar til Seðlabanki Íslands hefur sett reglur um eiginfjárauka sem leysa þær af hólmi. Sjá nánari umfjöllun í 2. og 3. kafla.

Um 33. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 1. gr. laganna, sem fjallar um gildissvið og markmið. Breytingin er lögð til vegna breytts stofnanafyrirkomulags eftirlits á fjármálamarkaði með sameiningu Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Sjá nánari umfjöllun í 2. og 3. kafla.

Um 34.–38. gr.

    Í greinunum eru lagðar til breytingar á ýmsum greinum laganna til samræmis við aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Um 39. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 79. gr. laganna, sem fjallar um eftirlit með meðhöndlun áhættuþátta. Í 2. mgr. 79. gr. laganna er kveðið á um hvernig fyrirkomulag eftirlits með lausafjáráhættu skv. 78. gr. i er skipt á milli Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands. Með sameiningu Fjármálaeftirlitsins og Seðlabanka Íslands verður eftirlit með lausu fé hjá sömu stofnuninni. Er því lagt til að 2. mgr. 79. gr. laganna falli brott.

Um 40.–43. gr.

    Í greinunum eru lagðar til breytingar á ýmsum greinum laganna til samræmis við aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu og byggjast á breyttu skipulagi fyrir Seðlabanka Íslands. Felld eru brott ákvæði um samráð Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins og reglusetningarheimildum breytt þannig að Seðlabankinn setji reglurnar í stað Fjármálaeftirlitsins.

Um 44. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 83. gr. laganna, sem fjallar um laust fé, sem komnar eru til vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins. Í 12. gr. gildandi laga um Seðlabanka Íslands er kveðið á um heimildir Seðlabanka Íslands til að setja reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun lánastofnana. Með frumvarpinu er lagt til að kveðið verði á um kröfur um laust fé og stöðuga fjármögnun og eftirlit með því í lögum um fjármálafyrirtæki.
    Í 1. mgr. er kveðið á um skyldu fjármálafyrirtækja til að hafa ætíð yfir að ráða yfir nægjanlegu lausu fé til að mæta greiðsluskuldbindingum sínum. Í þessu tilliti skulu fjármálafyrirtæki viðhalda kröfu um lágmark eða meðaltal lauss fjár, m.a. til að mæta misræmi milli innstreymis og útstreymis lauss fjár við erfiðar aðstæður. Ákvæði 1. mgr. fela ekki í sér efnisbreytingar frá gildandi rétti en við útfærslu á orðalagi ákvæðisins var horft til gildandi 1. mgr. 83. gr. laganna, 12. gr. gildandi laga um Seðlabanka Íslands og 412. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013. Í 4. mgr. er kveðið á um heimild Seðlabanka Íslands til að setja reglur um laust fé og meðaltal lauss fjár.
    Kveðið er á um skyldu lánastofnana til að hafa yfir að ráða fjölbreyttri og stöðugri fjármögnun í 2. mgr. 12. gr. gildandi laga um Seðlabanka Íslands. Engar efnisbreytingar eru lagðar til á ákvæðinu frá gildandi rétti aðrar en að þær skyldur sem kveðið er á um í ákvæðinu geti náð til annarra fjármálafyrirtækja en lánastofnana, t.d. verðbréfafyrirtækja. Orðalagsbreytingar eru lagðar til á ákvæðinu til að það samræmist betur ákvæðum 413. gr. reglugerðar (ESB) nr. 575/2013 um að lánastofnanir og verðbréfafyrirtæki hafi yfir að ráða fjölbreyttri og stöðugri fjármögnun, m.a. til þess að takmarka tímamisræmi milli eigna og skulda.
    Í 3. mgr. kemur fram að fjármálafyrirtæki skuli veita Fjármálaeftirlitinu allar upplýsingar um laust fé og stöðuga fjármögnun á grundvelli greinarinnar og reglugerðar um varfærniskröfur vegna starfsemi fjármálafyrirtækja, nr. 233/2017, sem sett er á grundvelli 117. gr. a laganna.
    Í 4. mgr. er kveðið á um að Seðlabanki Íslands setji reglur um laust fé og stöðuga fjármögnun. Kveðið er á um þessar heimildir í 12. gr. gildandi laga um Seðlabanka Íslands. Reglur sem settar hafa verið á grundvelli 12. gr. laga um Seðlabanka Íslands, t.d. reglur nr. 266/2017, um lausafjárhlutfall lánastofnana, og reglur nr. 1032/2014, um fjármögnunarhlutfall í erlendum gjaldmiðlum, halda gildi sínu.

Um 45. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 86. gr. a laganna, um eiginfjárauka og samanlagða kröfu um eiginfjárauka.
    Með breytingu í a-lið 1. mgr. eru lagðar til orðalagsbreytingar á 5. mgr. 86. gr. a til samræmis við þær breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu á ákvæðum um eiginfjárauka sem fela í sér að málsmeðferð við ákvörðun á þeim breytist úr því að vera stjórnvaldsákvörðun yfir í að verða stjórnvaldsfyrirmæli. Vísað er í almennar athugasemdir frumvarpsins til frekari skýringa.
    Með lögum nr. 96/2016, sem breyttu lögum um fjármálafyrirtæki, voru gerðar breytingar á ákvæðum laganna sem varða eigið fé fjármálafyrirtækja. Þá misfórst að breyta tilvísun til eignfjárþáttar A, í 6. mgr. 86. gr. a laganna, í almennt eigið fé þáttar 1. Er lögð til breyting í b-lið 1. mgr. til þess að leiðrétta tilvísunina.

Um 46. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 86. gr. b laganna, sem fjallar um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu.
    Í a-lið eru lagðar til ýmsar orðalagsbreytingar sem eru til komnar vegna breytts fyrirkomulags um beitingu heimildar til þess að virkja eiginfjárauka vegna kerfisáhættu, þ.e. með stjórnvaldsfyrirmælum í stað stjórnvaldsákvörðunar. Ef settar eru reglur sem kveða á um eiginfjárauka vegna kerfisáhættu þar sem gildi hans er ákveðið hærra en 3% af eiginfjárgrunni skulu þær háðar samþykki ráðherra. Ef gildið er ákveðið hærra en 3% skal að Evrópurétti m.a. hafa samráð við evrópskar eftirlitsstofnanir á fjármálamarkaði og lögbær yfirvöld viðkomandi aðildarríkja. Á þetta reynir ekki nema þegar ríkar ástæður eru til og er því lagt til að beitingin sé háð samþykki ráðherra.
    Aðrar breytingar samkvæmt greininni, þ.e. í liðum b–j, tengjast þeim breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu um að breyta fyrirkomulaginu um beitingu sveiflujöfnunarauka, eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki, úr því að teknar séu stjórnvaldsákvarðanir um virkjun og breytingu á þeim yfir í stjórnvaldsfyrirmæli, sameiningu stofnana og breyttu hlutverki fjármálastöðugleikaráðs. Vísað er í almennar athugasemdir frumvarpsins til frekari skýringa.

Um 47. og 48. gr.

    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 86. gr. c og 86. gr. d laganna, sem fjalla um eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki og sveiflujöfnunarauka. Allar breytingar sem lagðar eru til í greinunum tengjast breytingum sem lagðar eru til í frumvarpinu um að breyta fyrirkomulaginu um beitingu sveiflujöfnunarauka, eiginfjárauka vegna kerfisáhættu og eiginfjárauka fyrir kerfislega mikilvæg fjármálafyrirtæki úr því að teknar séu stjórnvaldsákvarðanir um virkjun og breytingu á þeim yfir í stjórnvaldsfyrirmæli, sameiningu stofnana og breyttu hlutverki fjármálastöðugleikaráðs. Vísað er í almennar athugasemdir frumvarpsins til frekari skýringa.

Um 49. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 86. gr. g laganna, sem fjallar um valdheimildir vegna eftirlits. Með ákvæði 86. gr. g laganna eru tekin upp í íslenskan rétt ýmis ákvæði tilskipunar 2013/36/ESB varðandi valdheimildir vegna eftirlits en þó aðallega efni 104. gr. tilskipunarinnar. Við gerð frumvarps sem varð að lögum nr. 96/2016, um breytingu á lögum um fjármálafyrirtæki, nr. 161/2002, var ákveðið að bíða með breytingar sem miða að því að taka upp ákvæði k-liðar 1. mgr. 104. gr. og 105. gr. tilskipunarinnar í íslenskan rétt. Framangreind ákvæði fjalla um valdheimildir vegna eftirlits með lausu fé og stöðugri fjármögnun. Ástæða þess að beðið var með þessar breytingar var sú að ástæða þótti til að taka til sérstakrar skoðunar hvort kveða ætti á um þessar heimildir í 12. gr. laga um Seðlabanka Íslands frekar en í lögum um fjármálafyrirtæki þar sem Seðlabanki Íslands færi aðallega með eftirlit með lausu fé og stöðugri fjármögnun hér á landi. Með frumvarpi til nýrra laga um Seðlabanka Íslands og frumvarpi þessu er nú lagt til að þær stofnanir sem fara með eftirlit með lausu fé og stöðugri fjármögnun, þ.e. Seðlabanki Íslands og Fjármálaeftirlitið, verði sameinaðar og kveðið verði alfarið á um varfærniskröfur vegna lauss fjár og stöðuga fjármögnun og eftirlit með þeim atriðum í lögum um fjármálafyrirtæki. Breytingarnar miða að því að kveða á um sérstakar valdheimildir vegna lauss fjár og stöðugrar fjármögnunar í lögunum. Vísað er í almennar athugasemdir frumvarpsins til frekari skýringa.
    Í b-lið er lögð til breyting á 2. mgr. 86. gr. g laganna. Ákvæðið kveður á um heimild Fjármálaeftirlitsins til að fara fram á að fjármálafyrirtæki grípi tímanlega til nauðsynlegra ráðstafana til úrbóta ef líklegt er að það eigi á hættu að brjóta gegn lögum, t.d. gegn varfærniskröfum. Með breytingunni er þannig áréttað að með úrbótum á grundvelli 1. málsl. 2. mgr. sé m.a. átt við að Fjármálaeftirlitinu sé heimilt að mæla fyrir um kröfur á grundvelli greinarinnar. Kveðið er á um þessar heimildir í 64. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.
    Í c-lið er lögð til breyting á 4. mgr. 86. gr. g laganna og mælt fyrir um að heimilt sé að gera fjármálafyrirtækjum sérstakar kröfur um laust fé eða stöðuga fjármögnun. Um er að ræða heimild sem byggist á k-lið 1. mgr. 104. gr. tilskipunar 2013/36/ESB og fjallað er um framar í skýringum við greinina og í almennum athugasemdum við frumvarpið.
    Í d-lið er lagt til að ný málsgrein bætist við 86. gr. g laganna sem kveður á um heimild Fjármálaeftirlitsins til að setja sérstakar kröfur um laust fé sem taka mið af lausafjáráhættu sem fjármálafyrirtæki er eða kann að vera óvarið fyrir. Við mat á því hvort gera eigi fjármálafyrirtæki sérstaka kröfu um laust fé skal taka mið af atriðum sem kveðið er á um í 1.–4. tölul. nýju málsgreinarinnar. Kveðið er á um þessa heimild í 105. gr. tilskipunar 2013/36/ESB.

Um 50.–52. gr.

    Í greinunum eru lagðar til breytingar á 86. gr. h, sem fjallar um tímanleg inngrip Fjármálaeftirlitsins, 109. gr. b, sem fjallar um staðfestingu samnings, og 109. gr. e, sem fjallar um ákvörðun um fjárstuðning. Í greinunum eru jafnframt lagðar til breytingar á ýmsum greinum laganna til samræmis við aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu og byggjast á breyttu skipulagi fyrir Seðlabanka Íslands. Meðal annars eru felld brott ákvæði um samráð Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins.

Um 53. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 110. gr. laganna, sem fjallar um stjórnvaldssektir.
    Í a-lið er lagt til að heimilt verði að beita stjórnvaldssektum fyrir brot gegn kröfum sem kveðið er á um í 3. mgr. 83. gr. laganna, þ.e. kröfum um að veita upplýsingar eða tilkynna um lausafjárstöðu eða atriði sem varða laust fé fjármálafyrirtækis eða stöðuga fjármögnun.
    Í b-lið er lögð til breyting vegna breytts stofnanaskipulags með frumvarpi til nýrra laga um Seðlabanka Íslands.

Um 54. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 112. gr. b laganna, sem fjallar um sektir og fangelsi allt að tveimur árum.
    Með breytingunni er lagt til að heimilt verði að beita sektum eða fangelsisrefsingu fyrir brot gegn kröfum sem kveðið er á um í 3. mgr. 83. gr. laganna, þ.e. kröfum um að veita upplýsingar eða tilkynna um lausafjárstöðu eða atriði sem varða laust fé fjármálafyrirtækis eða stöðuga fjármögnun.

Um 55. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 2. mgr. 112. gr. d laganna, sem fjallar um kærur til lögreglu o.fl., til samræmi við aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Um 56. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 117. gr. b laganna, sem fjallar um innleiðingu tæknilegra framkvæmdarstaðla og tæknilegra eftirlitsstaðla.
    Í liðum a, b og e er lagt til að vísunum til Fjármálaeftirlitsins verði breytt í Seðlabanka Íslands.
    Í liðum c, d og f er lagt til að Fjármálaeftirlitið fái heimild til að taka upp í íslenskan rétt tæknilega framkvæmdarstaðla og tæknilega eftirlitsstaðla sem varða laust fé og stöðuga fjármögnun. Breytingarnar miða að því að styrkja eftirlit með lausu fé og stöðugri fjármögnun samkvæmt lögum um fjármálafyrirtæki.

Um 57. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á bráðabirgðaákvæði IX. í lögunum. Lagt er til að 2. mgr. falli brott þar sem í henni er vísað til reglusetningarheimildar sem á ekki lengur við.

Um V. kafla.

    Í kaflanum er fjallað um breytingar á lögum um fasteignalán til neytenda, nr. 118/2016. Sjá nánari umfjöllun í 2. kafla.

Um 58. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 1. mgr. 25. gr. og 1. mgr. 27. gr. laganna til samræmis við fyrirhugaða breytta umgjörð þeirrar stofnunar sem mun fara með fjármálaeftirlit hér á landi og breytt hlutverk fjármálastöðugleikaráðs skv. 25. gr. Í greininni er gert ráð fyrir að Seðlabankanum verði heimilað, að fenginni staðfestingu ráðherra og að undangengnu samþykki fjármálastöðugleikanefndar, að kveða í reglum á um annars vegar hámark veðsetningarhlutfalls fasteignalána og hins vegar hámark heildarfjárhæðar fasteignaláns eða greiðslubyrðar þess í hlutfalli við tekjur neytanda.

Um 59. gr.

    Í greininni er lögð til tvíþætt breyting á 2. mgr. 26. gr. laganna í samræmi við aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu. Í fyrsta lagi er lagt til að Seðlabankanum, í stað Fjármálaeftirlitsins, verði heimilt að kveða nánar á um útreikning veðsetningarhlutfalls í reglum. Í öðru lagi er bætt við vísun til þess að með reglum í ákvæðinu sé verið að vísa til reglna skv. 1. mgr. 25. gr. laganna.

Um 60. gr.

    Í greininni eru lagðar til breytingar á 57. gr. laganna sem eru í samræmi við aðrar breytingar sem lagðar eru til í frumvarpinu.

Um VI. kafla.

    Í kaflanum er fjallað um breytingar á lögum um gjaldeyrismál, nr. 87/1992.

Um 61. gr.

    Í greininni, sem er að mestu samhljóða 13. gr. a laga um Seðlabanka Íslands, er gert ráð fyrir heimild Seðlabanka Íslands til að setja lánastofnunum reglur um útlán tengd erlendum gjaldmiðlum til aðila sem ekki eru varðir fyrir gjaldeyrisáhættu. Gert er ráð fyrir samþykki fjármálastöðugleikanefndar og staðfestingu ráðherra. Óbreytt er að um er að ræða varúðartæki sem nýta má til að koma í veg fyrir óhóflegar lánveitingar í erlendum gjaldmiðlum til óvarinna aðila sem gæti m.a. aukið verulega fjármagnsinnflæði til landsins og valdið verðbólumyndun.

Um 62. gr.

    Í greininni er lögð til breyting á 15. gr. laganna, sem fjallar um þagnarskyldu, þess efnis að um þagnarskyldu þeirra sem annast framkvæmd laganna fari samkvæmt þagnarskylduákvæðum í lögum um Seðlabanka Íslands.

Um 63.–64. gr.

    Í greinunum er lagt til að 2. mgr. 15. gr. f og 7. mgr. 16. gr. b laganna falli brott þar sem ákvæðin, sem fjalla um samskipti Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins, munu ekki eiga við þegar sameining stofnananna hefur átt sér stað.

Um VII.–XXX. kafla.

    Í köflunum eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum vegna sameiningar Seðlabanka Íslands og Fjármálaeftirlitsins í eina stofnun. Eru þær í samræmi við breytingar sem lagðar eru til í fyrri köflum frumvarpsins og frumvarpi til nýrra heildarlaga um Seðlabanka Íslands sem lagt er fram á Alþingi samhliða frumvarpi þessu. Sjá nánari umfjöllun í 3. kafla.
    Í 126. gr. er lagt til að lögin öðlist gildi 1. janúar 2020 og að á sama tíma flytjist öll verkefni Fjármálaeftirlitsins til Seðlabanka Íslands. Í greininni er jafnframt áréttað að þau stjórnvaldsfyrirmæli sem Fjármálaeftirlitið hefur birt fyrir gildistöku laganna haldi gildi sínu.