Ferill 610. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1223  —  610. mál.
Svar


fjármála- og efnahagsráðherra við fyrirspurn frá Jóni Steindóri Valdimarssyni um skattskyldan arf einstaklinga.


         Svar við fyrirspurninni byggist á umbeðnum gögnum frá embætti ríkisskattstjóra. Upplýsingarnar byggjast á skattframtölum einstaklinga vegna tekna árin 2015–2017 og miðast við stöðu gagna hinn 5. mars sl. Upplýsingar fyrir árið 2018 liggja ekki fyrir þar sem RSK vinnur nú úr skattframtölum einstaklinga. Skilafrestur þeirra var 12. mars sl.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     Hver er heildarfjárhæð skattskylds arfs einstaklinga sem á árunum 2015–2018:
     a.      erfðu undir 6,5 millj. kr.,
     b.      erfðu undir 50 millj. kr.,
     c.      erfðu 50–100 millj. kr.,
     d.      erfðu yfir 100 millj. kr.?


    Í töflunni má sjá heildarfjárhæð arfs einstaklinga sem erfðu undir 6,5 millj. kr., undir 50 millj. kr., á bilinu 50–100 millj. kr. og yfir 100 millj. kr. á árunum 2015–2017. Á árinu 2017 var heildarfjárhæð arfs hæst hjá þeim sem erfðu undir 50 millj. kr. eða 31,9 milljarðar kr. Þess má geta að samkvæmt lögum um erfðafjárskatt, nr. 14/2004, er ekki greiddur erfðafjárskattur á fyrstu 1,5 millj. kr. í skattstofni hvers dánarbús og njóta erfingjar skattfrelsisins í hlutfalli við arf sinn.

Ár Undir 6,5 millj. kr. Undir 50 millj. kr. 50–100 millj. kr. Yfir 100 millj. kr.
2015 7.380 22.148 1.552 2.616
2016 8.019 26.015 2.609 3.815
2017 8.568 31.894 4.125 2.353