Ferill 442. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1234  —  442. mál.
2. umræða.



Breytingartillaga


við frumvarp til laga um breytingu á lögum um opinber innkaup, nr. 120/2016 (markviss innkaup, keðjuábyrgð o.fl.).

Frá fjárlaganefnd.


     1.      Í stað orðanna „miðlæg innkaupastofnun eða sérstök starfseining á vegum ríkisins veitir“ í a-lið 1. gr. komi: Ríkiskaup veita.
     2.      2. gr., 3.–4. mgr. 10. gr. og 11., 14. og 16. gr. falli brott.
     3.      Við 8. gr.
                  a.      1. efnismgr. orðist svo:
                      Aðalverktaki skal tryggja og bera ábyrgð á að allir starfsmenn, hvort sem um ræðir starfsmenn hans, undirverktaka eða starfsmannaleiga, fái laun, starfskjör, sjúkra- og slysatryggingar og önnur réttindi í samræmi gildandi kjarasamninga og lög hverju sinni. Kaupandi skal gera grein fyrir ábyrgð aðalverktaka í útboðsgögnum.
                  b.      Orðið „jafnframt“ í 2. efnismgr. falli brott.
     4.      2. málsl. 17. gr. orðist svo: Þó öðlast 9. og 11. gr. gildi 1. september 2019 og 7. gr. 1. janúar 2020.