Ferill 789. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.
149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1250 — 789. mál.
Frumvarp til laga
um breytingu á lögum almannatryggingar, nr. 100/2007, með síðari breytingum (upplýsingaskylda og eftirlitsheimildir).
Flm.: Guðmundur Ingi Kristinsson, Inga Sæland.
1. gr.
2. gr.
3. gr.
4. gr.
Greinargerð.
Það er mat flutningsmanna frumvarpsins að núgildandi ákvæði laganna um upplýsingaskyldu og eftirlitsheimildir gangi of langt í skerðingu á friðhelgi einkalífs umsækjenda og greiðsluþega og rétti til aðstoðar vegna sjúkleika, örorku, elli, atvinnuleysis örbirgðar og sambærilegra atvika, sbr. ákvæði 76. gr. stjórnarskrár lýðveldisins Íslands, nr. 33/1944. Þá er þeirri meginreglu slegið fastri í a-lið 3. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks að virðing skuli borin fyrir meðfæddri göfgi, sjálfræði einstaklinga, þar með töldu frelsi til að taka eigin ákvarðanir, og sjálfstæði þeirra. Er það mat flutningsmanna að ákvæði núgildandi laga um almannatryggingar séu íþyngjandi og leggi of ríkar kvaðir á einstakling, sem nýtur réttinda samkvæmt samningnum, að afla upplýsinga hjá maka sínum og íþyngi einstaklingum sem bera þurfi hallann af vanrækslu maka á því að sinna upplýsingaskyldu sinni. Lögin heimila þannig frestun á ákvörðun og greiðslu bóta vegna atriða sem ekki verða rakin til umsækjanda eða greiðsluþega sjálfs.