Ferill 615. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1269  —  615. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Unni Brá Konráðsdóttur um hjúkrunar- og dvalarrými.


     1.      Hversu mörg hjúkrunarrými eru á Íslandi og hvernig hefur fjöldi þeirra þróast undanfarin 10 ár, skipt eftir kjördæmum?
    Fyrirspurninni verður svarað út frá heilbrigðisumdæmum þar sem allt skipulag í heilbrigðisþjónustu fer eftir heilbrigðisumdæmum en ekki út frá kjördæmum.
    Fjöldi hjúkrunarrýma á landsvísu var 2719 í árslok 2018. Þróun fjölda hjúkrunarrýma eftir heilbrigðisumdæmum síðustu 10 ár má sjá í töflu 1. Miðað er við fjölda rýma í lok hvers árs.

    Tafla 1. Fjöldi hjúkrunarrýma eftir heilbrigðisumdæmum 2009–2018.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     2.      Hversu mörg dvalarrými eru á Íslandi og hvernig hefur fjöldi þeirra þróast undanfarin 10 ár, skipt eftir kjördæmum?
    Fjöldi dvalarrýma á landsvísu var 214 í árslok 2018. Þróun fjölda dvalarrýma eftir heilbrigðisumdæmum síðustu 10 ár má sjá í töflu 2. Miðað er við fjölda rýma í lok hvers árs.
    Með aukinni áherslu á stuðning við sjálfstæða búsetu aldraðra með styrkingu heimahjúkrunar og fjölgun dagdvalarrýma hefur dvalarrýmum fækkað á þessum tíma úr 661 árið 2009 í 214 í árslok 2018 og hefur rekstri þeirra m.a. verið breytt í rekstur hjúkrunar- og dagdvalarrýma að frumkvæði stofnana sem talin hefur verið meiri þörf fyrir.

     Tafla 2. Fjöldi dvalarrýma eftir heilbrigðisumdæmum 2009–2018.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     3.      Hversu mörg tvímenningsrými eru á Íslandi og hvernig hefur fjöldi þeirra þróast undanfarin 10 ár, skipt eftir kjördæmum?
    Uppbygging hjúkrunarheimila undanfarin 10 ár hefur að mestu falist í nauðsynlegum endurbótum á eldri rýmum, m.a. til að fækka fjölbýlum. Hlutfall fjölbýla af hjúkrunarrýmum á landsvísu var um 28% árið 2009 en er nú 13,9%.

     Tafla 3. Prósentuhlutfall einbýla og fjölbýla á landsvísu 2009–2018.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     Tafla 4. Prósentuhlutfall einbýla og fjölbýla eftir heilbrigðisumdæmum 2009–2018.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Hver eru áform ráðherra um fjölgun hjúkrunarrýma á næstu árum, skipt eftir kjördæmum?
     5.      Hver eru áform ráðherra um fækkun tvímenningsrýma á næstu árum?
    Varðandi fjölgun hjúkrunarrýma næstu árin er vísað til nýlegs svars við fyrirspurn Þorsteins Víglundssonar um fjölda hjúkrunar- og dvalarrýma (þskj. 871 í 537. máli).
    Af þeim rýmum á framkvæmdaáætlun sem þegar hefur verið fundinn staðsetning má sjá skiptingu eftir heilbrigðisumdæmum í töflu 3. Auk þess er bygging fleiri hjúkrunarrýma á framkvæmdaáætlun þar sem ákvörðun um staðsetningu verður tekin út frá niðurstöðum yfirstandandi þarfagreiningar ráðuneytisins. Þau byggingaráform snúa bæði að fjölgun hjúkrunarrýma og úrbótum á eldri rýmum til að uppfylla nútímakröfur um aðbúnað í hjúkrunarrýmum, m.a. kröfur um einbýli.
    Tekið skal fram að hjónarými geta flokkast undir fjölbýli og því ekki markmiðið að engin fjölbýli séu til staðar á hjúkrunarheimilum.

     Tafla 5. Staðsett rými á framkvæmdaáætlun til 2023.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.