Ferill 627. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1270  —  627. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Birni Leví Gunnarssyni um áskrift að dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hvaða dagblöðum, tímaritum og öðrum miðlum er ráðuneytið og stofnanir og aðrir aðilar sem heyra undir það í áskrift að?
     2.      Hversu margar áskriftir eru að hverjum miðli?
     3.      Hver er heildarfjárhæð áskriftar á ári fyrir hvern miðil?


    Svar við 1.–3. tölul. er sýnt í einni töflu til hægðarauka. Um er að ræða svar frá viðkomandi stofnun sem ráðuneytið hafði milligöngu um að afla. Svörin birtast eins og þau bárust ráðuneytinu; misræmi sem kann að vera milli stofnana á fjárhæðum sömu áskrifta getur stafað af hækkun milli ára og að stofnanir miði ýmist við árið 2018 eða 2019.

Stofnun Fjöldi áskrifta Fjárhæð á ári
Heilbrigðisráðuneytið:
Morgunblaðið 2 186.024
DV 2 71.760
Stundin 2 45.360
Viðskiptablaðið 1 119.880
Fons Juris gagnasafn 1 147.712
Landsaðgangur að rafrænum áskriftum Miðast við fjölda háskólamenntaðra sérfræðinga hverju sinni 220.050
Sjúkrahúsið á Akureyri:
Morgunblaðið 1 82.136
Heima er best 1 9.840
Læknablaðið 1 14.900
Iðjuþjálfinn 4 4.000
Pediatrics in Review 1 156.785
Heart 1 193.751
British Medical Journal 1 373.353
British Journal of Surgery 1 115.438
Biotechnic & Histochemistry Online 1 98.154
Physical & Occupational Therapy in Geriatrics 1 80.207
Circulation 1 31.570
Sýn 9 að Vodafone sjónvarpi, 3 að skemmtipakka , 1 að stóra pakka 879.516
American Dietetic Aðgangur fyrir alla starfsmenn SAk 20.757
Up to date Aðgangur fyrir alla starfsmenn SAk 1.268.110
Landsaðgangur að rafrænum áskriftum og fleiri gagnasöfnum með vísindaefni í heilbrigðisfræðum Aðgangur fyrir alla starfsmenn SAk 2.389.380
Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins:
Morgunblaðið 1 73.656
Læknablaðið 1 14.900
British Medical Journal 1 198.146
Heyrnar- og talmeinastöð Íslands:
Sjónvarp Símans 1 að grunnpakka sem hluta af síma/fjarskiptapakka stöðvarinnar Ekki tilgreind
Lyfjagreiðslunefnd:
Engar áskriftir 0 0
Lyfjastofnun:
Læknablaðið 1 16.900
Vísindasiðanefnd:
Læknablaðið 1 16.900
Dokkan 1 106.900
Stjórnvísi 1 70.900
Sunnuhlíð:
Morgunblaðið 1 68.792
365 miðlar 1 að Stöð 2 140.430
Sólvangur:
Morgunblaðið 7 191.430
Sýn Skemmtipakkinn 137.247
Heilbrigðisstofnun Suðurnesja:
365 miðlar 4 áskriftir að Stöð 2 720.000
Storytell (hljóðbækur) 1 33.490
Kapalsjónvarp 1 244.800
Sjúkratryggingar Íslands:
Tímarit lögfræðinga 1 8.000
Iðjuþjálfinn 1 1.000
Heilbrigðisstofnun Suðurlands:
Morgunblaðið 1 88.551
Eyjafréttir 1 20.178
Sjónvarp Símans 14 603.803
Sýn 9 918.402
Embætti landlæknis:
Tímaritagrunnur Landspítala 4 372.000
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða:
Morgunblaðið 5 (fyrir 4 sjúkrastofnanir innan vébanda Heilbrigðisst. Vestfjarða) 378.120
Sýn 5 að skemmtipakka, 3 x „Dreifingarkostnaður Digital Ísland“ og 3 x „Sjónvarpsáskrift á aukamyndlykli“ 680.760
Heilbrigðisstofnun Vesturlands:
Morgunblaðið 2 133.632
Feykir 1 28.116
Læknablaðið 2 29.800
Iðjuþjálfinn 1 1.000
Skessuhorn 1 34.020
Landspítali:*
Landsaðgangur að rafrænum áskriftum Um 25,7 millj. kr. árið 2018
Aðrar áskriftir að tímaritum og gagnasöfnum Um 76 millj. kr.

    * Heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala og Háskóla Íslands (HÍ) er einungis með rafrænar áskriftir að erlendum vísinda- og sérfræðitímaritum. Einungis sárafá íslensk og önnur norræn fagtímarit berast á prenti.
    Áskriftirnar, bæði að tímaritum og gagnasöfnum, felast í notkunarleyfum innan skilgreindra IP-svæða og er fjöldi samtímanotenda ótakmarkaður.
    Fjöldi tímaritatitla sem bókasafnið greiðir áskrift að er um 780, þar af 210 í beinni áskrift frá útgefanda. Hin eru í pökkum frá LWW og PsycArticles. Í þeim pökkum eru titlar sem ekki koma út lengur. Kostnaður við áskriftir að tímaritum og gagnasöfnum árið 2018 var um 76 millj. kr. Kostnaður skiptist á milli Landspítala og Heilbrigðisvísindasviðs HÍ í hlutfallinu 60/40. Að auki greiðir Landspítali inn í verkefnið Landsaðgangur að rafrænum áskriftum og var sú fjárhæð um 25,7 millj. kr. vegna ársins 2018.
    Það er ekki hægt að gefa upp verð á hverjum titli þar sem oft er samið um aðgang að nokkrum titlum í einu fyrir eitt verð og í öðrum tilfellum er bara um stóra áskriftarpakka að ræða þar sem hver titill er ekki verðlagður.



Fylgiskjal.


Titlar tímarita og gagnasafna sem heilbrigðisvísindabókasafn Landspítala og Háskóla Íslands er með áskrift/aðgang að.


( www.althingi.is/altext/pdf/149/fylgiskjol/s1270-f_I.pdf)