Ferill 810. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1278  —  810. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um álagningu skatta og gjalda til að sporna við loftslagsbreytingum og útgjöld til aðgerða gegn loftslagsbreytingum.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hvaða skatta og gjöld lagði ríkið á árið 2018 sem höfðu það að markmiði að sporna með einhverjum hætti við loftslagsbreytingum?
     2.      Hverjar voru tekjur ríkissjóðs af álagningu eftirfarandi skatta og gjalda á árinu 2018 sem höfðu það að markmiði að sporna við loftslagsbreytingum:
                  a.      kolefnisgjalds,
                  b.      annarra skatta og gjalda?
     3.      Hvernig skiptist greiðsla skattanna sem spurt er um í 2. tölul. milli einstaklinga annars vegar og fyrirtækja hins vegar?
     4.      Hvaða tíu fyrirtæki greiða hæst kolefnisgjald?
     5.      Hver eru helstu útgjöld ríkisins til málefna til að sporna við loftslagsbreytingum?
     6.      Hvað er áætlað að ríkissjóður verði af miklum tekjum vegna niðurfellingar virðisaukaskatts og gjalda af rafbílum og öðrum bílum sem uppfylla skilyrði niðurfellingar?
     7.      Hefur ríkissjóður tekjur umfram útgjöld af álagningu skatta og gjalda til að sporna við loftslagsbreytingum? Ef svo er, telur ráðherra eðlilegt í ljósi þeirrar vár sem steðjar að mannkyninu vegna loftslagsbreytinga að ríkissjóður hagnist af álagningu skatta og gjalda í nafni loftslagsmála?


Skriflegt svar óskast.