Ferill 812. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1280  —  812. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um viðskiptakerfi ESB um losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda.

Frá Þorgerði K. Gunnarsdóttur.


     1.      Hversu háar fjárhæðir greiða íslensk fyrirtæki fyrir losunarkvóta á grundvelli ETS-viðskiptakerfis ESB um losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda?
     2.      Væri hægt, sé það ekki gert nú þegar, að haga málum þannig að greiðslurnar nýttust til verkefna á Íslandi?
     3.      Hverjar eru væntar tekjur af sölu mengunarkvóta í ETS-kerfinu sem hafa safnast upp á Íslandi frá því að kerfið var tekið upp?
     4.      Hverjar eru væntar tekjur ríkissjóðs af sölu á mengunarkvóta í ETS-kerfinu miðað við núverandi markaðsverð?
     5.      Hvaða tíu fyrirtæki kaupa mestan losunarkvóta á grundvelli viðskiptakerfis ESB um losunarheimildir gróðurhúsalofttegunda?


Skriflegt svar óskast.