Ferill 815. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1288  —  815. mál.




Fyrirspurn


til dómsmálaráðherra um fasteignir yfirteknar af lánveitendum.

Frá Ólafi Ísleifssyni.


    Að hversu mörgum fasteignum hafa lánastofnanir, svo sem bankar, sparisjóðir, Íbúðalánasjóður, Seðlabanki Íslands eða aðrir lánveitendur, þ.m.t. dótturfélög, samrunafélög, sjóðir og aðrar einingar undir stjórn þeirra, orðið þinglýstir eigendur samkvæmt þinglýsingaskrá frá og með gildistöku laga nr. 125/2008, sundurliðað eftir árum, lánastofnunum og því hvort um er að ræða íbúðarhúsnæði, atvinnuhúsnæði, bújarðir, frístundaeignir eða annað?


Skriflegt svar óskast.