Ferill 819. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1292  —  819. mál.
Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um geislavirkni í hafi.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hvaða rannsóknir eru gerðar hér á landi á geislavirkni í hafinu umhverfis landið? Með hvaða hætti eru þessar rannsóknir framkvæmdar, hvar og hvaða tegund geislavirkni er mæld?
     2.      Hefur ráðherra gert áætlanir um að láta mæla fleiri tegundir geislavirkni í hafinu umhverfis landið en hingað til?
     3.      Hvað væri að mati ráðherra viðunandi vöktun skaðlegrar geislavirkni í hafinu umhverfis landið? Þess er óskað að svarið taki til tíðni mælinga, tegunda efna sem mæld yrðu og fjölda sýnatökustaða.
     4.      Hverjir aðrir en Íslendingar hafa staðið fyrir mælingum á geislavirkni í hafinu umhverfis landið? Hvaða rannsóknir hafa verið gerðar í þessu sambandi og hverjar eru niðurstöður þeirra?
     5.      Er vitað um þá staði í Norður-Atlantshafi og nálægum hafsvæðum þar sem geislavirkum úrgangi hefur verið sökkt? Ef svo er, hvenær, í hvaða magni, hvaða tegund úrgangs er um að ræða og með hvaða umbúnaði var það gert?
     6.      Hafa stjórnvöld sérstakan viðbúnað komi upp skaðleg geislavirkni í hafinu umhverfis landið? Ef ekki, er slíkur viðbúnaður í bígerð?


Skriflegt svar óskast.