Ferill 820. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1293  —  820. mál.
Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um drauganet.

Frá Karli Gauta Hjaltasyni.


     1.      Hvernig er unnið að því að ná drauganetum upp úr sjó, þ.e. veiðarfærum sem liggja eða fljóta gagnslaus um í sjó og hafa skaðleg áhrif á lífríki hafsins? Hverjar eru áætlanir stjórnvalda í þeim efnum?
     2.      Hafa stjórnvöld uppi áætlanir um að efla forvarnir á þessu sviði, t.d. með skráningu veiðarfæra svo að unnt sé að rekja þau til eigenda og með því að setja tilkynningarskyldu á þá sem verða varir við drauganet í sjó?
     3.      Hver er aðkoma stjórnvalda að hreinsun veiðarfærahluta, svo sem netadræsa úr fjörum?
     4.      Hvernig standa stjórnvöld að slíkri hreinsun í fjörum lands í eigu hins opinbera?


Skriflegt svar óskast.