Ferill 822. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1295  —  822. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um slökkvilið á Keflavíkurflugvelli árið 2005.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu margir slökkviliðsmenn störfuðu á Keflavíkurflugvelli 31. desember 2005?
     2.      Hversu margir þeirra höfðu réttindi til reykköfunar?
     3.      Hver bar ábyrgð á þjálfun þeirra og hvernig var henni háttað?
     4.      Hver bar ábyrgð á löggildingu þeirra?
     5.      Hversu margir slökkvibílar voru starfræktir á Keflavíkurflugvelli 31. desember 2005?
     6.      Hver var afkastageta slökkvibílanna?


Skriflegt svar óskast.