Ferill 823. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1296  —  823. mál.
Fyrirspurn


til samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra um brunavarnir á alþjóðaflugvöllum á Íslandi.

Frá Þorsteini Sæmundssyni.


     1.      Hversu margir slökkviliðsmenn störfuðu á hverjum alþjóðaflugvelli á Íslandi 31. desember 2018, þ.e. Keflavíkurflugvelli, Reykjavíkurflugvelli, Akureyrarflugvelli og Egilsstaðaflugvelli?
     2.      Hversu margir þeirra höfðu réttindi til reykköfunar?
     3.      Hver bar ábyrgð á þjálfun þeirra og hvernig var henni háttað?
     4.      Hver bar ábyrgð á löggildingu þeirra?
     5.      Hversu margir slökkvibílar voru starfræktir á hverjum alþjóðaflugvelli um sig 31. desember 2018?
     6.      Hver var afkastageta slökkviliðs á hverjum flugvelli um sig með tilliti til tækjakosts og mannafla?
     7.      Uppfylla fyrrgreindir alþjóðaflugvellir nú þau skilyrði um brunavarnir sem finna má í reglugerð nr. 75/2016, um kröfur og stjórnsýslumeðferð er varða flugvelli samkvæmt reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (EB) nr. 216/2008? Uppfylla flugvellirnir auk þess kröfur Alþjóðaflugmálastofnunarinnar skv. 14. viðauka við svonefndan Chicago-sáttmála?


Skriflegt svar óskast.