Ferill 678. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1314  —  678. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um nefndir, starfshópa, faghópa og ráð á vegum ráðuneytisins.


     1.      Hvaða nefndir, starfshópar, faghópar, ráð og áþekkir hópar starfa á vegum ráðuneytisins? Meðlimir hvaða hópa fá greidd laun fyrir vinnu sína?
    Á málefnasviði ráðuneytisins eru nítján lögbundnar nefndir og ráð, tvær lögbundnar úrskurðarnefndir og fimm lögbundnar stjórnir.
    Í töflunni hér á eftir eru upplýsingar um hverjum ráðuneytið greiddi fasta þóknun fyrir vinnu sína 1. mars sl. Um er að ræða tólf lögbundnar nefndir og ráð, eina stjórn og eina úrskurðarnefnd. Þá er einnig greint frá kostnaði við úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála en sú nefnd fær ekki greidda fasta þóknun heldur tímagjald samkvæmt tímaskýrslu. Í eftirtöldum nefndum starfa alls 89 nefndarmenn og af þeim fá 28 nefndarmenn greidda fasta þóknun. Í svarinu er ekki greint frá ólaunuðum hópum eða hópum þar sem laun eru greidd af öðrum en ráðuneytinu.
    Þá er ekki greint frá tímabundnum starfshópum ráðherra þar sem ekki er um launað starf að ræða, en í einhverjum tilvikum er greitt fyrir sérfræðiþekkingu samkvæmt samningi þar um. Nýlegar upplýsingar um ráðgjöf og störf við tímabundin eða afmörkuð verkefni og greiðslur vegna þeirra má finna í svari ráðherra við fyrirspurn á þskj. 244 (93. mál).

Heiti nefndar Fá greitt
Eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga Þórir Ólafsson
Gerður Guðjónsdóttir
Oddur Gunnar Jónsson
Reikningsskila- og upplýsinganefnd Sigrún Guðmundsdóttir
Ágúst Kristinsson
Mönnunarnefnd skipa Lilja Jónasdóttir
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar Guðmundur Björnsson
Steinþór Einarsson
Kristinn Halldórsson
Guðlaugur H. Sigurjónsson
Einar Jón Pálsson
Undanþágunefnd frá atvinnuréttindum vélstjóra og skipstjórnarmanna Lilja Jónasdóttir
Byggðamálaráð Ágúst Bjarni Garðarsson
Ingveldur Ása Konráðsdóttir
Starfshópur um mótun stefnu í málefnum sveitarfélaga Valgarður Hilmarsson
Sóley Björk Stefánsdóttir
Fagráð um umferðarmál Ísólfur Gylfi Pálmason
Fagráð um flugmál Ingvar Mar Jónsson
Siglingaráð Halldór Ármannsson
Samgönguráð Þórunn Egilsdóttir
Gissur Jónsson
Fjarskiptaráð Jón Björn Hákonarson
Stjórn Fjarskiptasjóðs Páll Jóhann Pálsson
Haraldur Benediktsson
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Yfirfasteignamatsnefnd Ásgeir Jónsson
Hulda Árnadóttir
Björn Jóhannesson
Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála Þórður Bogason
Brynja Ingunn Hafsteinsdóttir
Kirstín Þ. Flygenring

     2.      Hversu mikill kostnaður hlaust af starfsemi ofangreindra hópa árið 2018?
    Heildarkostnaður við starfsemi nefnda og ráða sem hljóta fasta þóknun, auk kostnaðar við úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála nam um 26,4 millj. kr. á árinu 2018. Nánari sundurliðun má sjá í töflunni.

Heiti nefndar Kostnaður, kr.
Byggðamálaráð 429.417
Eftirlitsnefnd um fjármál sveitarfélaga 3.580.470
Reikningsskila- og upplýsinganefnd 1.641.609
Samgönguráð 1.952.200
Fagráð um flugmál 1.505.798
Mönnunarnefnd skipa 488.857
Skipulagsnefnd Keflavíkurflugvallar 3.699.646
Fagráð um umferðarmál 801.810
Undanþágunefnd frá atvinnuréttindum vélstjóra og skipstjórnarmanna 488.857
Úrskurðarnefnd póst- og fjarskiptamála (tímagjald en ekki föst þóknun) 3.572.516
Yfirfasteignamatsnefnd (úrskurðarnefnd) 4.958.451
Stjórn Fjarskiptasjóðs 3.325.995
Samtals kostnaður árið 2018 26.445.626

     3.      Hyggst ráðherra stuðla að einfaldara og ódýrara stjórnkerfi með því að fækka launuðum nefndum, starfshópum, faghópum, ráðum og áþekkum hópum á vegum ráðuneytisins?
    Fylgst er með árangri af störfum launaðra nefnda og ráða og reglulega farið yfir hvort þörf sé á breytingum. Öðru hvoru hafa verið gerðar breytingar á nefndum og ráðum og eru nokkur dæmi um að nefndir hafi verið sameinaðar, nefndir hafa verið lagðar niður og nýjar settar á laggirnar. Leiðarljósið er ávallt að tryggja fagmennsku, árangur og góða nýtingu á fjármunum ríkisins.