Ferill 581. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1316  —  581. mál.




Svar


heilbrigðisráðherra við fyrirspurn frá Guðmundi Inga Kristinssyni um fjölda þeirra sem hafa hreyfihömlunarmat og fjölda þeirra sem nota hjálpartæki.


     1.      Liggja fyrir upplýsingar hjá Sjúkratryggingum Íslands og Tryggingastofnun um fjölda hreyfihamlaðra hér á landi?
    Upplýsingar um fjölda hreyfihamlaðra liggja fyrir hjá Tryggingastofnun. Tölurnar byggjast á fjölda þeirra sem eru með hreyfihömlunarmat. Sjá svar við 2. tölul.

     2.      Hversu margir voru með svokallað hreyfihömlunarmat í lok árs 2017 og 2018?
    Í töflu hér á eftir kemur fram fjöldi þeirra sem voru með hreyfihömlunarmat í árslok 2017 og 2018.

Fjöldi með hreyfihömlunarmat Alls Þar af undir 18 ára
Lok árs 2017 8.283 166
Lok árs 2018 8.645 164

     3.      Hversu margir einstaklingar hafa fengið hjólastól (raf- og handknúna), göngugrind eða hækjur úthlutað af Sjúkratryggingum Íslands árin 2017 og 2018?
    Hjá Hjálpartækjamiðstöð Sjúkratrygginga Íslands fengust upplýsingar um fjölda úthlutaðra hjálpartækja þau ár sem um er spurt. Hins vegar eru ekki fyrirliggjandi tölur um fjölda einstaklinga sem fengu tækin en ætla má að fjöldi þeirra sé svipaður og nemur fjölda úthlutaðra tækja.

Hjálpartæki 2017 2018
Handknúnir hjólastólar 1.361 1.377
Rafknúnir hjólastólar 127 163
Göngugrindur 2.143 1.919
Hækjur 87 109