Ferill 652. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1319  —  722. mál.
Málsnúmer.
Svar


dómsmálaráðherra við fyrirspurn frá Ingu Sæland um úthaldsdaga og flugtíma hjá Landhelgisgæslunni.


    Við vinnslu fyrirspurnarinnar var óskað eftir upplýsingum frá Landhelgisgæslunni og er neðangreint svar unnið í samráði stofnunina.

     1.      Hversu margir hafa árlegir úthaldsdagar skipa Landhelgisgæslunnar verið frá árinu 2016, sundurliðað eftir árum og skipum?

Úthaldsdagar 2016 2017 2018 SAMTALS
Þór 170 156 186 512
Týr 141 126 172 439
Ægir 0 0 0 0
Baldur 82 91 100 273
SAMTALS 393 373 458 1.224

    Auk þess var séraðgerðabáturinn Óðinn til taks sem hér segir:
     *      2016 í 241 dag.
     *      2017 í 303 daga.
     *      2018 í 278 daga.

     2.      Hversu margir hafa árlegir flugtímar flugvéla Landhelgisgæslunnar verið frá árinu 2009, sundurliðað eftir árum og flugvélum?

Flugstundir 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 SAMTALS
TF-LÍF (þyrla) 347 399 672 315 418 261 333 317 399 192 3.653
TF-GNÁ (þyrla) 263 258 323 380 280 305 378 337 355 284 3.162
TF-EIR (þyrla) 287 189 477
TF-SÝN (þyrla) 169 168 365 255 292 179 278 1.705
TF-SIF (flugvél) 218 818 807 727 597 634 561 370 672 596 6.000
SAMTALS 1.115 1.664 1.803 1.591 1.462 1.565 1.527 1.316 1.605 1.349 14.997

     3.      Hversu margir voru árlegir flugtímar TF-SIF frá því að vélin kom fyrst til landsins sumarið 2009 á meðan vélin var í leigu erlendis, sundurliðað eftir árum fram til 2019?

Flugstundir erlendis í leiguverkefnum 2009 2010 2011 2012 2013 2014 2015 2016 2017 2018 SAMTALS
TF-SIF (flugvél) 0 514 607 671 433 470 456 119 453 379 4.102

    Varðandi flugtíma erlendis á flugvélinni þá eru þeir að stórum hluta vegna þátttöku í Frontex-verkefnum en einnig var vélin í verkefnum í Mexíkóflóa vegna mengunarslyssins sem varð þar (olíuborpallurinn Deepwater Horizon).