Ferill 832. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1326  —  832. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um flotvörpuveiðar á íslenskri sumargotssíld.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Á hvaða svæðum og tímabilum leyfðist íslenskum skipum að stunda veiðar með flotvörpu úr íslenska sumargotssíldarstofninum á árunum 2000–2019? Svæði óskast sýnd á kortum.
     2.      Hver var árleg heildarveiði íslenskra skipa á íslenskri sumargotssíld á árunum 2000– 2019?
     3.      Hversu mikið veiddu íslensk fiskiskip af íslenskri sumargotssíld í flotvörpu árlega 2000– 2019? Svar óskast gefið upp í tonnum og prósentuhlutfalli af heildarveiði þessara skipa úr stofninum hvert fiskveiðiár.


Skriflegt svar óskast.