Ferill 833. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1327  —  833. mál.




Fyrirspurn


til sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um rannsóknir á flotvörpuveiðum á síld og loðnu.

Frá Ingu Sæland.


     1.      Hafa flotvörpuveiðar á síld og loðnu verið rannsakaðar á vegum íslenskra rannsóknastofnana, þ.e. þættir á borð við kjörhæfni síldar- og loðnuvarpna, afföll síldar/loðnu við möskvasmug og áhrif skipa og flotvarpa á göngur og útbreiðslu síldar/loðnu á veiðislóðinni?
     2.      Hafi slíkar rannsóknir verið gerðar, í hvaða heimildum má nálgast niðurstöður þeirra?
     3.      Hvað er helst vitað um fyrrgreinda áhrifaþætti úr erlendum rannsóknum?
     4.      Leyfa Norðmenn og Færeyingar flotvörpuveiðar á síld og loðnu og ef svo er, með hvaða skilyrðum?


Skriflegt svar óskast.