Ferill 834. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Prentað upp.

Þingskjal 1328  —  834. mál.
Ráðherra.




Fyrirspurn


til umhverfis- og auðlindaráðherra um umhverfisgjöld og skilagjald á drykkjarvöruumbúðir á alþjóðaflugvöllum.

Frá Ásmundi Friðrikssyni.


     1.      Hefur komið til skoðunar í ráðuneytinu að setja umhverfisgjöld á alþjóðaflugvelli?
     2.      Er raunhæft að setja skilagjald á allar drykkjarvöruumbúðir á alþjóðaflugvelli sem fellur undir tollfrjálst svæði, eins og t.d. Leifsstöð, enda ljóst að drykkja er neytt á staðnum?
     3.      Stendur til að móta umhverfisstefnu fyrir alþjóðaflugvelli hvað varðar drykkjarvöruumbúðir?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Reglugerð nr. 630/2008 um ýmis tollfríðindi gildir um alþjóðaflugvelli og virðist undanþiggja þá umhverfisgjöldum sem tekin eru samkvæmt lögum nr. 52/1989, um ráðstafanir gegn umhverfismengun af völdum einnota umbúða fyrir drykkjarvörur.