Ferill 692. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1333  —  692. mál.




Svar


samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra við fyrirspurn frá Álfheiði Eymarsdóttur um kostnað ráðuneytisins og undirstofnana þess vegna kaupa og notkunar á Microsoft-hugbúnaði.


    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu miklum fjármunum hefur verið ráðstafað árlega undanfarin fimm ár í leyfisgjöld til Microsoft vegna nota af hugbúnaði og stýrikerfum í ráðuneytinu og undirstofnunum þess? Svar óskast sundurliðað fyrir ráðuneytið og hverja undirstofnun og jafnframt eftir leyfum vegna Windows-stýrikerfa, leyfum vegna Microsoft Office-hugbúnaðarsvítu og leyfum vegna annars hugbúnaðar frá Microsoft.

    Svar við fyrirspurninni birtist í eftirfarandi töflum. Tölur byggjast á upplýsingum sem aflað var hjá viðkomandi stofnunum. Tölur fyrir aðalskrifstofu ráðuneytisins koma frá Rekstrarfélagi Stjórnarráðsins.
    Á árinu 2017 var innanríkisráðuneytinu skipt upp í samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti annars vegar og dómsmálaráðuneyti hins vegar. Árið 2018 var fyrsta eiginlega rekstrarár beggja ráðuneyta þar sem sameiginlegum kostnaði var ekki skipt upp árið 2017. Tölur fyrir árin 2014–2017 eiga því við um innanríkisráðuneytið í heild sinni. Allar tölur eru með virðisaukaskatti.

Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið, aðalskrifstofa
  2014* 2015* 2016* 2017* 2018
Windows-stýrikerfi 102.535
Office-hugbúnaðarsvíta 66.058 232.954 26.646 3.800.111 2.159.243
Annar hugbúnaður frá Microsoft 2.577 2.107
Árlegur kostnaður 168.593 232.954 26.646 3.802.688 2.161.350
* Tölur eiga við um innanríkisráðuneytið árin 2014 – 2017, en samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytið árið 2018. Fram til ársins 2017 nýtti Stjórnarráðið eldri Office-hugbúnað sem keyptur var á árinu 2009 en á árinu 2017 var uppfært í Office 365. Windows-stýrikerfið hefur fylgt með keyptum tölvum og er kostnaður við uppfærslur óverulegur sl. 5 ár.
Vegagerðin
  2014 2015 2016 2017 2018*
Windows-stýrikerfi 64.420 2.213.550 2.931.145 2.631.351 368.812
Office-hugbúnaðarsvíta 8.185.518 509.461 516.012 1.432.733 4.912.617
Annar hugbúnaður frá Microsoft 308.645 3.663.385 6.177.251 2.472.234 3.973.923
Árlegur kostnaður 8.558.583 6.386.397 9.624.409 6.536.318 9.255.352
* Til viðbótar greiddi Vegagerðin 7.175.000 kr. til Fjársýslu ríkisins fyrir alls 306 Office 365-leyfi sem hluta af samningum sem ríkið gerði við Microsoft árið 2018. Fjársýslan á hins vegar eftir að endurgreiða áður útlagðan kostnað vegna ársins 2018.
Póst- og fjarskiptastofnun
  2014 2015 2016 2017 2018
Windows-stýrikerfi 288.240 331.571 321.435 303.719 0
Office-hugbúnaðarsvíta 782.361 705.965 62.508 840.346 1.154.275
Annar hugbúnaður frá Microsoft 1.062.140 208.228 608.234 661.342 218.164
Árlegur kostnaður 2.132.741 1.245.765 992.177 1.805.407 1.372.439
Samgöngustofa
  2014 2015 2016 2017 2018
Windows-stýrikerfi 1.311.425 1.158.598 1.143.837 1.059.170 1.310.810
Office-hugbúnaðarsvíta * 3.559.582 3.144.765 2.682.502 2.483.942 3.999.071
Annar hugbúnaður frá Microsoft 5.066.801 4.869.987 4.542.645 4.006.720 4.564.012
Árlegur kostnaður 9.937.808 9.173.350 8.368.983 7.549.832 9.873.893
* Innifalið í kostnaði vegna ársins 2018 eru 24.987 kr. sem greiddar voru fjármálaráðuneytinu vegna nýrra leyfissamninga við Microsoft.
Þjóðskrá Íslands
  2014 2015 2016 2017 2018*
Windows-stýrikerfi 6.089.936 6.556.068 6.547.438 5.705.673 6.396.266
Office-hugbúnaðarsvíta 12.656.623 13.625.317 13.607.266 10.552.894 12.059.099
Annar hugbúnaður frá Microsoft 7.728.910 8.320.512 9.509.044 7.374.119 8.118.317
Árlegur kostnaður 26.475.469 28.501.897 29.663.748 23.632.686 26.573.682
* Ofangreindur kostnaður er vegna Þjóðarskrár Íslands, dómstólaráðs og níu sýslumannsembætta auk Landsréttar frá og með 2018. Í kjölfar útboðs á Microsoft-leyfum á vegum fjármálaráðuneytisins barst Þjóðskrá Ísland aukareikningur í lok árs 2018. Ekki hefur fengist sundurliðun á þeim reikningi og getur stofnunin því ekki sundurliðað svar sitt nákvæmlega fyrir síðastliðið ár.
Byggðastofnun
  2014 2015 2016 2017 2018
Windows-stýrikerfi
Office-hugbúnaðarsvíta 852.638 844.019 1.013.844 1.127.348 1.227.848
Annar hugbúnaður frá Microsoft 1.189.299 1.176.623 1.010.516 1.780.597 1.125.402
Árlegur kostnaður 2.041.937 2.020.642 2.024.360 2.907.945 2.353.250
Rannsóknanefnd samgönguslysa
  2014 2015 2016 2017 2018
Windows-stýrikerfi 65.943 69.378 65.481 58.554 76.457
Office-hugbúnaðarsvíta 175.468 187.656 177.116 137.320 179.306
Annar hugbúnaður frá Microsoft 64.872 101.220 147.438 119.062 124.536
Árlegur kostnaður 306.283 358.254 390.035 314.936 380.299