Ferill 847. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1348  —  847. mál.




Fyrirspurn


til mennta- og menningarmálaráðherra um æskulýðsstefnu og æskulýðslög.

Frá Unu Hildardóttur.


     1.      Stendur til að endurskoða æskulýðslög, nr. 70/2007, áður en æskulýðsstefna stjórnvalda verður mótuð?
     2.      Mun vinna við æskulýðsstefnu stjórnvalda áfram fara fram í mennta- og menningarmálaráðuneyti eða færist hún yfir til félagsmálaráðuneytis í ljósi breytinga á skipan ráðuneyta í ársbyrjun 2019?


Skriflegt svar óskast.


Greinargerð.

    Fyrsta markmiðið í „Stefnumótun í æskulýðsmálum“ (2014–2018) er svohljóðandi: „Skipulag æskulýðsmála sé samræmt á landsvísu og stuðli þannig að samstarfi allra aðila sem koma að æskulýðsstarfi.“ Þar segir einnig: „Mikilvægt er að umhverfi og skipulag æskulýðsstarfs sé í stöðugri þróun og taki mið af þörfum samtímans. Því þarf að gera breytingar á skipulagi æskulýðsmála.“ Þá er í stefnumótuninni lagt til að æskulýðslög, nr. 70/2007, verði endurskoðuð.