Ferill 849. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1350  —  849. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um launabreytingar hjá ríkisforstjórum.

Frá Þorsteini Víglundssyni.


    Hafa orðið einhverjar launabreytingar hjá ríkisforstjórum í kjölfar bréfs sem ráðherra sendi 12. febrúar sl. til stjórna allra fyrirtækja í ríkiseigu og Bankasýslu ríkisins vegna launahækkana framkvæmdastjóra? Ef svo er, hverjar hafa þær breytingar verið?


Skriflegt svar óskast.