Ferill 850. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1351  —  850. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um frestun töku lífeyris.

Frá Birni Leví Gunnarssyni.


    Hyggst ráðherra leggja fyrir Alþingi frumvarp um breytingu á lögum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, nr. 70/1996, til þess að hægt sé að ná markmiðum fjármálaáætlunar fyrir opinbera starfsmenn um að fleiri fresti töku lífeyris fram yfir 67 ára og 70 ára aldur í ljósi þess að í fyrrnefndum lögum er gert ráð fyrir því að embættismönnum og opinberum starfsmönnum sé sagt upp störfum þegar þeir verða 70 ára? Ef svo er, hvenær má búast við slíku frumvarpi? Ef ekki, hvernig hyggst ráðherra þá ná framangreindum markmiðum?