Ferill 853. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1354  —  853. mál.
Fyrirspurn


til fjármála- og efnahagsráðherra um greiðslumat vegna verðtryggðra fasteignalána til neytenda.

Frá Smára McCarthy.


     1.      Hvaða sérstöku reglur gilda um greiðslumat vegna verðtryggðra fasteignalána til neytenda?
     2.      Hvernig er greiðslumat vegna verðtryggðra fasteignalána til neytenda framkvæmt af lánveitendum og hvernig er gert ráð fyrir hækkunaráhrifum verðtryggingar á skuldastöðu og greiðslubyrði á lánstímanum í slíku greiðslumati?
     3.      Telur ráðherra það samræmast viðmiðunarreglum Evrópsku bankaeftirlitsstofnunarinnar nr. 2015/11 frá 19. ágúst 2015 að gera ekki ráð fyrir hækkunaráhrifum verðtryggingar á skuldastöðu og greiðslubyrði á lánstímanum í greiðslumati vegna verðtryggðra fasteignalána til neytenda?
     4.      Telur ráðherra koma til greina að setja skýrari reglur um hvernig skuli gera ráð fyrir hækkunaráhrifum verðtryggingar á greiðslubyrði og skuldastöðu síðar á lánstímanum í greiðslumati vegna verðtryggðra fasteignalána til neytenda?


Skriflegt svar óskast.