Ferill 856. máls. Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect.


149. löggjafarþing 2018–2019.
Þingskjal 1357  —  856. mál.
Fyrirspurn


til ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra um rannsóknarleyfi og virkjanaleyfi.

Frá Kolbeini Óttarssyni Proppé.


     1.      Hversu mörg rannsóknarleyfi á vatnsaflsvirkjunum hefur Orkustofnun gefið út síðastliðin tíu ár, sundurliðað eftir árum, afli virkjanakosta og landsvæðum ásamt samanlögðu heildarafli allra virkjanakosta?
     2.      Hversu mörg virkjanaleyfi hefur Orkustofnun gefið út síðastliðin tíu ár, sundurliðað eftir árum, afli virkjana og landsvæðum ásamt samanlögðu heildarafli allra virkjanakosta?
     3.      Hverjir eru handhafar útgefinna leyfa sem spurt er um í 1. og 2. lið?
     4.      Er ráðherra kunnugt um hversu mörg útgefinna leyfa hafi leitt til framkvæmda?
     5.      Er ráðherra kunnugt um hversu mörg rannsóknarleyfi hafa verið gefin út vegna virkjanakosta sem ekki hafa sætt mati samkvæmt rammaáætlun? Telur ráðherra að grundvöllur sé fyrir því að gefa út slík leyfi falli virkjanakostir að stærð og gerð undir rammaáætlun en hafi ekki sætt mati samkvæmt henni og hver er þá rökstuðningurinn fyrir því?


Skriflegt svar óskast.